Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (28/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.”

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.

Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

Nr. 16

„Ég myndi hætta í golfi ef ég ætti ekki svona marga golfboli…“ „Arnold Palmer sagði mér hvernig ég gæti skafið 8 högg af skorinu mínu – sleppa par-3 holunum.“  „Ég hef spilað svo lengi að forgjöfin mín er í rómverskum tölum,“ Bob Hope var með milljónir svona skemmtilegra sagna um golfið. Hann fór um hvar sem bandarísk herstöð var og hélt svona skemmtiræður, þar sem golfdjókarnir voru ómissandi. Í næstum 6 áratugi um jólaleytið skemmti Hope hersveitum alltaf með golfkylfu í hendi.  Fátt skemmtilegra þegar maður er fjarri heimastöðvunum að hugsa um golf