Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (24/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.”

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.

Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

Nr. 20

Það er sjaldnast sem við sjáum atvinnumenn sýna af sér ekta, barnalega hegðun. Boo Weekley mundaði dræverinn sinn eins og hest, áður en hann brokkaði af fyrsta teig en það er klassísk mynd af Ryder Cup keppninni 2008.  Hann var bara sveitastrákur úr mýlendi Flórída sem lagði sitt af mörkum í sigri bandaríska liðsins.