Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 07:00

4 valin á European Young Masters

Það eru þau  Arnór Snær Guðmundsson GHD, Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR, Ólöf María Einarsdóttir, GHD,  og Kristján Benedikt Sveinsson GA, sem hafa verið valin til þátttöku fyrir Íslands hönd á Europeuan Young Masters.

Mótið fer fram í Golf Club du Domaine Impérial, í Gland, Sviss  23.-25. júlí n.k.  Golfklúbburinn opnaði árið 1988 með drævi Severiano Ballesteros.

Fararstjóri er Ragnar Ólafsson.

Margir frægir hafa hafið golfferilinn með þátttöku í mótinu, sem er eitt það sterkasta í sínum aldursflokki þ.e. 16 ára og yngri.

Meðal þeirra sem sigrað hafa í mótinu eru Sergio Garcia 1995 og Matteo Manassero 2007.