Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2015 | 12:15

4 íslenskir kylfingar taka þátt í Portuguese International Amateur Championship

Það eru þeir Axel Bóasson, GK; Bjarki Pétursson, GB; Gísli Sveinbergsson, GK og Kristján Þór Einarsson, GM, sem taka þátt í 85. móti Portuguese International Amateur Championship.

Fyrsti hringurinn var leikinn í gær og fóru strákarnir okkar ekki nógu vel af stað.

Gísli og Bjarki deila 59.-70. sætinu, en báðir léku þeir á 2 yfir pari, 74 höggum; Axel lék á 4 yfir pari, 76 höggum og er í 87. sæti og Kristján Þór er í 110. sæti á 7 yfir pari, 79 höggum.

Þátttakendur eru alls 120.  Efstur er Daninn Christoffer Bring en hann lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Portuguese International Amateur Championship SMELLIÐ HÉR: 

(Fara þarf hægra meginn á síðuna skrolla niður þar sem segir Resultados)