Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2015 | 18:00

4 evrópskar stórstjörnur ekki með á Wentworth

Paul Casey hefir nú bættst í hóp evrópskra stórstjarna sem ekki taka þátt á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar BMW PGA í Wentworth í næsta mánuði.

Þeir sem búnir voru að tilkynna að þeir tækju ekki þátt eru þeir Henrik Stenson, Ian Poulter og Sergio Garcia.

Skipuleggjendum BMW PGA þykir þetta sérlega súrt í broti þar sem vonast var eftir að helst allir úr sigurliði Evrópu í Rydernum myndu láta sjá sig í mótinu.

Góðu fréttirnar fyrir Wentworth mótið eru hins vegar þær að nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy tekur þátt sem og Justin Rose, sem stóð sig virkilega vel í síðasta Masters risamóti og var í lokaráshópnum með Jordan Spieth.  Eins verður gaman fyrir áhorfendur að fylgjast með bandaríska kylfingnum Patrick Reed, sem boðað hefir þátttöku sína í mótinu.

Golf 1 hefir greint frá óánægju með það í Evrópu að evrópskar stórstjörnur séu að hunsa mót á Evrópumótaröðinni, sérstaklega flaggskipsmót mótaraðarinnar og bera við fásinna afsökunum eins og þreytu; en Daily Mail gerði sér m.a. mat úr því og bar stórstjörnurnar evrópsku, sem þannig er komið fyrir við Jordan Spieth og taldi þær blikna í samanburðinum  – Sjá grein Golf1.is með því að SMELLA HÉR:

Þetta hefir m.a. valdið því að Poulter hefir stigið fram á svið félagsmiðlanna, s.s. honum er einum lagið og tvítað einhverjar varnir sér til handa – Sjá m.a. umfjöllun Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: