4 evrópskar stórstjörnur ekki með á Wentworth
Paul Casey hefir nú bættst í hóp evrópskra stórstjarna sem ekki taka þátt á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar BMW PGA í Wentworth í næsta mánuði.
Þeir sem búnir voru að tilkynna að þeir tækju ekki þátt eru þeir Henrik Stenson, Ian Poulter og Sergio Garcia.
Skipuleggjendum BMW PGA þykir þetta sérlega súrt í broti þar sem vonast var eftir að helst allir úr sigurliði Evrópu í Rydernum myndu láta sjá sig í mótinu.
Góðu fréttirnar fyrir Wentworth mótið eru hins vegar þær að nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy tekur þátt sem og Justin Rose, sem stóð sig virkilega vel í síðasta Masters risamóti og var í lokaráshópnum með Jordan Spieth. Eins verður gaman fyrir áhorfendur að fylgjast með bandaríska kylfingnum Patrick Reed, sem boðað hefir þátttöku sína í mótinu.
Golf 1 hefir greint frá óánægju með það í Evrópu að evrópskar stórstjörnur séu að hunsa mót á Evrópumótaröðinni, sérstaklega flaggskipsmót mótaraðarinnar og bera við fásinna afsökunum eins og þreytu; en Daily Mail gerði sér m.a. mat úr því og bar stórstjörnurnar evrópsku, sem þannig er komið fyrir við Jordan Spieth og taldi þær blikna í samanburðinum – Sjá grein Golf1.is með því að SMELLA HÉR:
Þetta hefir m.a. valdið því að Poulter hefir stigið fram á svið félagsmiðlanna, s.s. honum er einum lagið og tvítað einhverjar varnir sér til handa – Sjá m.a. umfjöllun Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
