Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2012 | 15:00

Um 1000 kylfingar spila í dag í 19 mótum

Í dag, laugardaginn 30. júní fara fram eftirfarandi 19 golfmót á landinu:

30.06.12 GKB Icelandair Golfers open Betri bolti 1 Almennt
30.06.12 GHD Húsasmiðjumót Punktakeppni 1 Almennt
30.06.12 Golfveisla Punktakeppni 1 Almennt
30.06.12 GN Sveitakeppni Austurlands- Egilstöðum Almennt 1 Almennt
30.06.12 GVS Shotgun Betri bolti 1 Almennt
30.06.12 GFH Sveitakeppni Austurlands Holukeppni 1 Almennt
30.06.12 NK MEISTARAMÓT ÖLDUNGAFLOKKAR Höggleikur án forgjafar 3 Almennt
30.06.12 NK MEISTARAMÓT NESKLÚBBSINS Höggleikur án forgjafar 8 Almennt
30.06.12 OPNA CLASSIC Punktakeppni 1 Almennt
30.06.12 GKV Víkurprjónsmótið Texas scramble 1 Almennt
30.06.12 GHH Sveitakeppni Austurlands Egilsstöðum Holukeppni 1 Almennt
30.06.12 GK Opna Heimsferðamótið Almennt 1 Almennt
30.06.12 GL Opna Helena Rubenstein Punktakeppni 1 Kvennamót
30.06.12 GV Ölgerðin opið mót Almennt 1 Almennt
30.06.12 GKG Niðjamót GKG Annað – sjá lýsingu 1 Almennt
30.06.12 GSS Norðurlandsmótaröð Höggleikur án forgjafar 1 Almennt
30.06.12 ÍSLANDSSAGA – Sjávarútvegsmótaröðin Höggleikur með og án forgjafar 1 Almennt
30.06.12 Afmælismót JG-60 Höggleikur án forgjafar 1 Almennt
30.06.12 GS 58 Hópurinn – LOKAÐ Almennt 1 Almennt

 

Af þessum 19 mótum er m.a. eitt vinsælasta kvennamótið á Garðavelli á Akranesi og er aðsókn að því svo góð (um 100 kylfingar) að fresta varð frábæra kvennmótinu, Gullhamrinum í Borgarnesi til 29. júlí, því margar hafa eflaust viljað vera á báðum mótunum og eins var Opna Lancôme mótinu á Húsavík frestað.

Fjölmennasta mótið í dag er Opna Heimsferðamótið hjá GK, en 127 kylfingar spila í því og síðan Opna Classic mótið í Öndverðanesinu, en um 110 kylfingar taka þátt í því.

Nesklúbburinn ríður á vaðið í flóði Meistaramóta sem yfirvofandi eru að skella á kylfingum landsins nk. daga og eflaust fjölmargir, sem taka þátt í þeim. Golf 1 mun að sjálfsögðu segja frá helstu úrslitum í þeim.

Á Ísafirði er Íslandssögumótið vinsæla í dag og hér sunnanlands hafa kylfingar úr fjölmörgum mótum að velja í veðurblíðunni: Opna Heimsferðarmótinu hjá GK, sem áður er minnst á; Afmælismóti á Álftanesinu; Icelandair Golfers mótinu í Kiðjaberginu, þar sem spilaður er betri bolti, glæsilegu Opnu Classic móti í Öndverðarnesinu. Golfveislu í Úthlíð og Shotgun móti á Vatnsleysunni.

Í Vestamannaeyjum fer fram Ölgerðin opið mót og Víkurprjónsmótið er haldið í Vík í Mýrdal.

Á Austurlandi fer Sveitakeppni Austurlands fram á þremur stöðum: á Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum, Silfurnesvelli á Höfn og á Grænanesvelli á Neskaupsstað og á Norðurlandi fer Norðurlandsmótaröðin fram á Sauðárkróki og Húsasmiðjumótið á Dalvík.

Tvö mót eru bundin við tiltekna hópa, þ.e. niðjamót GKG fer fram á Leirdalsvelli og 58 Hópurinn er búinn að yfirtaka Hólmsvöll í Leiru, en mót þess hóps er lokað.

Fylgjast má með stöðunni í mótunum með því að smella á viðkomandi tengil inn á mótin hér að ofan.