
Graeme McDowell:„Átti minnstan þátt í þessu öllu“ – þ.e. skiptum Rory frá ISM til Horizon
Graeme McDowell átti ekki þátt í að nr. 3 í heiminum, Rory McIlroy skipti um umboðsskrifstofur, sagði sá sem á titil að verja á Andalucia Masters, í gær.
Sigurvegari US Open (2011), Rory McIlroy skipti öllum að óvörum um umboðsskrifstofu þegar hann flutti sig um set frá International Sports Management (ISM), skrifstofu Andrew Chubby Chandler og á Horizon skrifstofuna í eigu Conor Ridge.
„Ég hef heyrt að ég eigi að hafa hvatt Rory, en ég átti minnstan þátt í þessu öllu,“ sagði sigurvegari US Open 2010, Graeme McDowell, kvöldinu fyrir titilvörn sína í Valderrama (en hún hefst í dag).
„Rory tekur sínar eiginn ákvarðanir og hlustar ekki á neinnn. Ég var svo sannarlega ekki að reyna að beina honum inn á einhverja braut varðandi feril hans. Hann myndi bara fá óbeit á því ef hlutirnir virkuðu síðan ekki.“
McDowell skipti frá ISM til Horizon fyrr á ferli sínum.
„Ég fór í gegnum sama ferli fyrir 3-4 árum síðan og allt fór fram í mestu vinsemd. Slit Rory og ISM virðast hafa farið fram í mestu vinsemd líka.“ sagði hann um náinn vin sinn (Rory) og samlanda (báðir eru frá N-Írlandi).
„Þetta er lífið, þetta er bissness, en ekkert persónulegt. Við erum einn ferðasirkus hérna úti og það borgar sig að láta sér lynda hvert við annað,“ bætti Grame McDowell við.
AÐ BRENNA BRÝR
„Ég hef aldrei vitað til þess að slit milli kylfinga og umboðsskrifstofa þeirra hafi verið katastrófa. Þetta er langur karríer sem við höfum og við erum ekki í því að brenna brýn og láta okkur ekki koma saman við fólk.“
Graeme McDowell, sem ekki hefir átt sérstakt ár eftir frábæran árangur á US Open í fyrra, viðurkenndi að hann væri nú í baksætinu hjá Horizon.
„Ég hef verið nr. 1 þar, en Rory er það núna,“ sagði hann. „Ég er ánægður með það. Ég vona að það hvetji mig.“
Örlögin hafa hagað því svo að Rory og Lee Westwood spila saman í dag á Shanghai Masters, sem er golfsýning í Kína; aðeins degi eftir að nr. 2 (Lee Westwood) sagði að ákvöðrun Ryder Cup félaga síns (Rory) væri undarleg.
„Þetta er mjög írónískt,“ sagði Graeme McDowell. „Þeir ætla að vera þarna og berja á hvor öðrum, golflega séð. „Undarlegt“ er álit Lee Westwood. Kannski vill Rory bara að önnur sjónarmið ráði í hvernig viðskipti hans utan vallar eru rekin. Þetta er ákvörðun Rory McIlroy og hann er mjög klár krakki,“ bætti Graeme (McDowell) við.
Heimild: Stuff.co.nz
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open