Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2017 | 07:00

384 kylfingar keppa í 3 mótum 1. maí 2017!

Það er kominn 1. maí og árið flýgur í burtu á eldingshraða – bara 1/2 ár til jóla! …. og síðustu jól nýbúin, að því er virðist.

1. maí fagnar landsmönnum hér fyrir sunnan með rigningu og 4-10° hita og við þannig aðstæður munu langflestir hér sunnanlands spila í dag.

Það eru 384 (157 + 56 + 171 )  kylfingar, sem munu munda kylfuna í 3 mótum í dag.

Þetta er fjölgun um 108 frá því í fyrra, 2016, en þá tóku aðeins 276 þátt í 2 mótum sem haldin voru hjá GHR og GM. Þar af voru 23 kvenkylfingar eða 8% þátttakenda.

Hins vegar er um  fækkun um 157 kylfinga  að ræða frá árinu 2015 þegar 541 kylfingur keppti í 5 mótum og fækkun um 276 frá árinu 2014 en þá  tóku þátt 650 kylfingar í golfmótum 1. mái, en golfmót sem haldin voru 1. maí þá voru líka fleiri eða 7.

Af þessum 384 kylfingi sem keppa 1. maí í ár, 2017, eru 51 kvenkylfingur (16 + 8 + 27)  og eru þær 13% þátttakenda af þessum heildarfjölda kylfinga.  Þetta er fjölgun kvenkylfinga frá árunum á undan, 2016 og 2015 en 2015 voru aðeins 48 kvenkylfingar af þessum 541 þ.e. þær voru 9% þátttakenda 1. maí 2015.

Hjá mörgum hefst golfvertíðin á Hellu. Þar eru skráðir 157 kylfingar í „1. maí mót GHR og Grillbúðarinnar“, þar af 16 kven-kylfingar.

Hjá GM í Mosfellsbæ keppir 171 kylfingur í „Opna 1. maí móti GM og ECCO“, þar af 27 kvenkylfingar.

Loks stendur GL fyrir Vormóti, sem er innanfélagsmót, en þar eru 56 skráðir þar af 8 kvenkylfingar.

Hvar sem þið eruð; í kröfugöngu eða í golfi – eigið góðan 1. maí!!!

Uppfært:

GM frestaði Opna „1. maí móti  ECCO“ vegna veðurs þ.e. rigningar og vinds. Þ.a.l. eru einungis 89 sem kepptu í 1. maí mótum í dag – því mótið hjá GHR fór fram, en aðeins 81 voru skráðir í mótið  – og mikil forföll voru á Skaganum, aðeins 8 harðjaxlar sem luku Vormótinu hjá GL. Alls luku 60 manns  „1. maí móti ECCO“ hjá GHR og því aðeins 68 hetjur sem luku golfmótum 1. maí af þeim 384 sem upphaflega voru skráðir!!!