Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2015 | 19:00

35 PGA Tour leikmenn æfa með bognum kylfum – Myndskeið

Það eru u.þ.b. 35 PGA Tour leikmenn sem sést hafa á æfingasvæðinu (fyrir Cadillac heimsmótið s.l. helgi) að æfa sig með bognum kylfum.

Þ.á.m. er sænski kylfingurinn Henrik Stenson.

Af hverju eru þessir snillingar að æfa sig með bognum kylfum?

Hvað Stenson varðar er þetta einhver kylfa sem Stenson hefir steytt skapi sínu á? en hvað þá með hina 34?

Nei, hér er um að ræða sérstakan æfingagrip hannaðan af fyrrum Evrópumótaraðarleikmanninum Bertie Cordle.

Gripurinn nefnist DST Golf Compressor og er orðin algeng sjón á æfingasvæðum fyrir stórmót, en af þeim 35 PGA Tour leikmönnum, sem nota hann, voru 4 meðal topp-15 á  WGC-Cadillac Championship.

Hugmyndin á bakvið bogna skaftið er að gefa leikmönnum þá tilfinningu að um seinkað högg sé að ræða eða högg þar sem hendur leiða kylfuhausinn í gegnum höggið að boltanum, sem leiðir til þess að kylfuandlitið er undir stjórn eftir að bolti snertir kylfuna, þ.e. eftir „kontaktinn“.

Stöðunni er viðhaldið með hjálp bogins skafts sem er eins og venjulegt skaft undir hámarks átaki meðan að hendurnar eru á undan kylfuandlitinu.

DST er einnig með vítt eða flatt horn sem er sérstaklega hannað fyrir bogna skaftið – sólinn er flatur á grasinu þegar stillt er upp og nokkuð sem nefnist á ensku Hand Position Alignment Marker (HPAM) er hornrétt á samskeytin sem tengja kylfuhaus við skaft (hosel).

Skv. talsmönnum DST er þegar HPMA er í sjónlínu (aligned with your eye line) og leiðandi grópina (leading groove)  á kylfuandlitinu þá er komin fram mest lógíska uppstilling og hagstæðasta staðan til þess að slá. Kylfingurinn tekur venjulega sveiflu og setur kylfuna í sömu stöðu fyrir slátt og „hagstæðustu stöðu til þess að slá.“ (ens. optimal impact postition).

Hægt er að fá bogna æfinga DST kylfur sem fleyg- og 8-járn og kosta þau $ 100.

Sjá má Stenson á æfingasvæðinu með DST í þessu myndskeiði SMELLIÐ HÉR: