Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2015 | 07:53

33% sögðust hafa átt mök á golfvelli

Í nýlegri skoðanakönnun sem Golf Digest stóð fyrir á netinu, þar sem úrtakið voru 1000 manns sögðust 33% þátttakenda að hafa átt kynmök á golfvelli.

En það sem er e.t.v. enn eftirtektarverðarara er þar sem segir:

2/3 hluta svarenda okkar hafa haft kynmök á golfvellinum oftar en einu sinni.  12% segja tölu skiptanna vera tveggja stafa tölu.“

Næstum allir svarenda voru karlmenn og 60% voru á aldrinum 24-44 ára.

Þannig að þetta er nú kannski ekki vísindalegasta skoðanakönnun, sem gerð hefir verið, sem gefur réttustu sýnina á golfheiminn, en hún gefur e.t.v. einhverja sýn á andlag könnunarinnar.

Skoðanakönnunin er í ágúst útgáfu Golf Digest s.s. sjá má á efnisyfirliti í nýjasta tölublaðs GD, en margt áhugaverðra greina er að venju í blaðinu s.s. sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Það eru til margir brandarar um ofangreint – en e.t.v. best að sleppa þeim öllum hér – til að gæta alls velsæmis, en e.t.v. að einhverjir birtist síðar hér á Golf 1 í „Golfgríni á laugardegi“ í breyttri og endurbættri útgáfu, einhvern tímann í vetur 🙂

Hmmm…. þessi skoðanakönnun veitir reyndar nýja sýn á starf golfvallarstarfsmanna – það starf hlýtur að vera býsna áhugavert a.m.k. á sumum golfvöllum.