28 nýir strákar á Evróputúrnum
Eftir lokaúrtökumótið á Lumine golfsvæðinu á Spáni hafa 28 þátttakendur tryggt sér þátttökurétt á Evróputúrnum.
Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslensir kylfingar meðal keppenda: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GKB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, en enginn þeirra, því miður, tryggði sér fullan spilarétt á Evróputúrnum, að þessu sinni.
Golf 1 mun líkt og á undanförnum árum kynna „Nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður byrjað á því á morgun og sá háttur hafður á, líkt og alltaf, að kynna þá sem rétt sluppu inn á mótaröðina fyrst og endað á sigurvegaranum.
Sá sem sigraði í ár var Daninn Benjamin Poke, á 25 undir pari og var sigur hans afgerandi því hann átti heil 6 högg á næsta mann, sem komst inn á mótaröðina þ.e. Frakkann Grégory Havret.
Sigurvegararnir 28, sem komust á Evróputúrinn, komu frá 16 ríkjum flestir frá Englandi eða 6 talsins. Að öðru leyti var skiptingin eftirfarandi eftir ríkjum: 4 frá Frakklandi, 2 frá Bandaríkjunum, 2 frá Danmörku, 2 frá Spáni, 2 frá Svíþjóð, 1 frá Ástralíu, 1 frá Finnlandi, 1 frá Hollandi, 1 frá Indlandi, 1 frá Kanada, 1 frá N-Írlandi, 1 frá Portúgal, 1 frá S-Afríku, 1 frá S-Kóreu, og 1 frá Wales.
Sá yngsti sem kominn er á Evróputúrinn gegnum lokaúrtökumótið er Daninn Rasmus Höjgaard, en hann er 18 ára og sá elsti er Walesverjinn Bradley Dredge, 46 ára.
Sjá má yfirlit yfir þá 25 sem komust á Evróputúrinn gegnum lokaúrtökumótið hér fyrir neðan:
1. sæti Benjamin Poke, Danmörk, samtals 25 undir pari, 403 högg (67 67 69 67 69 64).v
2. sæti Grégory Havret, Frakkland, samtals 19 undir pari, 409 högg (68 70 71 66 68 66).v
3. sæti Alejandro Cañizares, Spánn, samtals 18 undir pari, 410 högg (66 71 74 64 68 67).v
4. sæti S.S.P. Chawrasia, Indland, samtals 17 undir pari, 411 högg (69 66 71 67 69 69).v
5. sæti Rasmus Höjgaard, Danmörk, samtals 16 undir pari, 412 högg (73 68 71 68 66 66).v
6. sæti Laurie Canter, England, samtals 16 undir pari, 412 högg (68 71 70 70 66 67).v
7. sæti Aaron Cockerill, Kanada, samtals 16 undir pari, 412 högg (73 66 69 67 68 69).v
8. sæti Robin Siegrist, Frakkland, samtals 15 undir pari, 413 högg (68 71 72 67 67 68).v
9. sæti Carlos Pigem, Spánn, samtals 15 undir pari, 413 högg (71 66 73 66 69 68).v
10. sæti Jinho Choi, S-Kórea, samtals 15 undir pari, 413 högg (68 72 69 64 70 70).v
11. sæti Adrien Saddier, Frakkland, samtals 15 undir pari, 413 högg (68 72 67 67 68 71).v
12. sæti Sami Valimaki, Finnland, samtals 15 undir pari, 413 högg (67 68 73 65 68 72).v
13. sæti Johannes Veerman, Bandaríkin, samtals 14 undir pari, 414 högg (74 74 67 67 66 66).v
14. sæti Garrick Porteous, England, samtals 14 undir pari, 414 högg (70 71 70 68 68 67).v
15. sæti Jake McLeod, Ástralíu, samtals 14 undir pari, 414 högg (70 69 68 70 67 70).v
16. sæti Marcus Armitage, England, samtals 14 undir pari, 414 högg (68 72 69 65 69 71). v
17. sæti Sihwan Kim, Bandaríkin, samtals 13 undir pari, 415 högg (73 70 68 71 70 63).v
18. sæti Pedro Figueiredo, Portúgal, samtals 13 undir pari, 415 högg (68 70 69 71 71 66).v
19. sæti Jonathan Caldwell, N-Írland, samtals 13 undir pari, 415 högg (71 69 72 67 69 67).v
20. sæti Bradley Dredge, Wales, samtals 13 undir pari, 415 högg (70 71 69 69 69 67).v
21. sæti Dave Coupland, England, samtals 13 undir pari, 415 högg (69 71 71 67 69 68).v
22. sæti Darren Fichardt, S-Afríku, samtals 13 undir pari, 415 högg (71 72 68 71 64 69).v
23. sæti Lars Van Meijel, Holland, samtals 13 undir pari, 415 högg (69 71 65 70 71 69).v
24. sæti Toby Tree, England. samtals 13 undir pari, 415 högg (67 67 72 68 69 72).v
25. sæti Rikard Karlberg, Svíþjóð samtals 12 undir pari, 416 högg (72 70 71 69 68 66).v
25. sæti Niklas Lemke, Svíþjóð samtals 12 undir pari, 416 högg (67 70 72 72 69 66).v
25. sæti Dale Whitnell, England samtals 12 undir pari, 416 högg (69 70 73 66 70 68).v
25. sæti Jean-Baptiste Gonnet, Frakkland samtals 12 undir pari, 416 högg (66 72 75 65 69 69).v
Í aðalmyndaglugga: Sigurvegari lokaúrtökumótsins, Daninn Benjamin Poke.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
