Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2015 | 14:00

20 milljón punda sátt náðist í máli Rory við fyrrum umboðsskrifstofu hans Horizon Sports Management

Biturt stríð Rory McIlroy við fyrrum umboðsskrifstofu sína Horizon Sports Management er nú lokið.

Samið var utan réttar og greiðir Rory umboðsskrifstofunni að sögn 20 milljón punda (þ.e. 4 milljarða íslenskra króna).

Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Rory og Horizon segir: „Sátt hefir náðst í lagadeilu Rory McIlory og Horizon Sports Management, þannig að báðir mega við una og óska báðir aðilar hvor öðrum góðs gengis í framtíðinni.  Aðilar munu ekki tjá sig fremur um málið.“

Þó þessi niðurstaða sé að kosta Rory, sparast að hann muni þurfa að bera vitna og getur hann því nú einbeitt sér að mótum sem framundan eru.

Næsta mót Rory er eftir 3 vikur en það er Honda Classic.  Rory mun nú fljúga beint heim til sín í West Palm Beach í Flórída og einbeita sér að æfingum í stað þess að þurfa að standa í lagaþrasi í Írlandi.