Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2018 | 11:00

2 holur í stað 18 í bráðabana á Opna bandaríska

Opna bandaríska var eina risamótið þar sem spila þurfti 18 holu bráðabana til að knýja á um úrslit ef allt var jafnt að loknum hefðbundum spilatíma.

Það breytist á þessu keppnistímabili.

Framvegis verða aðeins 2 holur spilaðar í bráðabana til þess að kveða á um sigurvegara risamótsins.

Síðasti bráðabani á Opna bandaríska var árið 2008 þegar Tiger Woods sigraði eftir 19 holu bráðabana við Rocco Mediate. Í Bandaríkjunum hafa Opna kvenna og öldunga hingað til verið spiluð með þriggja bráðabana til að skera úr um   Hin nýja regla tekur einnig til þeirra risamóta.

Við vitum hversu mikilvægt það er fyrir leikmenn og aðdáendur að liggi fyrir hver er sigurvegari á sunnudaginn,“ sagði Mike Davis, framkvæmdastjóri USGA. „Eftir að hafa fengið viðbrögð frá fjölmörgum leikmönnum, aðdáendum, sjálfboðaliðum og embættismönnum var ákvörðunin mjög auðveld,“ bætti Davis við.

Í aðalmyndaglugga: Mike Davis, framkvæmdastjóri USGA.