Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2019 | 09:00

2 ára sonur DJ sýnir góða golftakta – Myndskeið

Sonur fyrrum nr. 1 á heimslistanum Dustin Johnson og Paulinu Gretzky, River Johnson, er aðeins 2 ára.

Hann er samt nú þegar farinn að sýna að sjaldan falli eplið langt frá eikinni –

Paulina setti meðfylgjandi myndskeið af sveilfu River inn á Instagram síðu sína með yfirskriftinni „Varið ykkur þarna á PGA Tour 2035″.

Sjá má myndskeiðið af DJ og sveilfu River Johnson með því að SMELLA HÉR: 

Ekki aðeins þarf RJ ekki að hafa fjárhagslega áhyggjur það sem eftir er lífsins, sem þyðir að hann getur, ef hann vill, einbeitt sér alfarið að golfinu, heldur er hann líka með besta útbúnaðinn. Eftir því sem best fæst séð er barnið að sveifla TaylorMade M5 dræver, sem hefir verið minnkaður til að hæfa RJ.

Hvað snertir pabbann, Dustin Johnson þá hefir hann verið að jafna sig eftir hnéuppskurð og hefir ekki spilað keppnisgolf frá því á Tour Championship.

Hann ætlar sér að mæta aftur til leiks í Forsetabikarnum í Royal Melbourne golfklúbbnum, en hann tilkynnti á laugardaginn sl. 30. nóvember að hann myndi ekki taka þátt í Hero World Challenge til þess að hlífa hnénu.

Í hans stað mun Chez Reavie vera í hinum 18 manna hóp sem fær að spila í Hero World Challenge.