Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2011 | 19:51

Evróputúrinn: Lee Slattery vann sinn fyrsta titil í Madríd í dag

Nr. 136 í heiminum, Bretinn Lee Slattery, 33 ára, vann sinn fyrsta titil á Evrópumótaröðinni í dag á Bankia Madrid Masters mótinu.  Hann var á samtals – 15 undir pari, þ.e. samtals 273 höggum (67 66 69 71).

Lee Slattery tekur við verðlaunabikar í Madríd í dag - Fyrsti titlillinn á Evrópumótaröðinni í höfn fyrir hann!

„Ég hef aldrei skolfið jafn mikið og yfir síðasta púttinu sem var innan við meter frá holu. Um leið og ég gerði mistök á síðustu var það ansi taugatrekkjandi.”

Í 2. sæti varð Lorenzo Gagli frá Ítalíu, aðeins 1 höggi á eftir Lee.

Þriðja sætinu deildu heimamaðurinn Eduardo de la Riva og Argentínumaðurinn Cesar Monasterio, á samtals 276 höggum hvor.

Sjá má úrslit á Bankia Madrid Masters með því að smella HÉR: