Suzanne Pettersen frá Noregi er efst í hálfeik Opna breska kvenrisamótsins
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Suzanne Pettersen – 7. apríl 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Suzann Pettersen, en hún er fædd í Osló 7. apríl 1981 og á því 42 ára afmæli í dag. Suzann er í dag, nr. 1344 á Rolex-heimslista kvenna og hefir hæst náð að vera í 2. sæti 2011 og 2013, en tókst aldrei að vera nr. 1. Bara nokkuð gott fyrir konu, sem hætt er að keppa, en hún dró sig úr atvinnugolfinu árið 2019, til að geta sinnt manni sínum og barni – Sjá má eldri frétt Golf 1 um giftingu Suzann og barneign með þv að SMELLA HÉR: Suzann var þekktust fyrir að vera sá kvenkylfingur á LPGA, sem stundaði mestu líkamsræktina. Suzann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og spilaði bæði á LPGA og LET. Hún vann á ferli sínum 22 titla þ.e.: 15 á LPGA, 7 á LET og síðan vann hún óopinbert mót með Natalie Gulbis og Cristie Kerr, Wendy´s 3 Tour Challenge árið 2009.

Suzann hefir 8 sinnum (2002, 2003, 2005, 2007, 2009 ,2011, 2013 og 2015) tekið þátt í Solheim Cup liði Evrópu og var lykilkona í sigri Evrópu í Killeen Castle 2011 og í Bandaríkjunum 2013. Hún varð fræg að endemum í Solheim Cup 2015 þegar hún stóð fast á golfreglunum og kom illa fram við nýliðann Alison Lee í bandaríska liðinu, sem varð til þess að þær bandarísku unnu Solheim Cup 2015 í koltapaðri stöðu! Sjokkið eftir viðbrögð fjölmiðla og áhanganda hafa e.t.v. haft sitt að segja í því að Suzann var ekki í Solheim Cup liði Evrópu 2017.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þórhallur Teitsson, 7. apríl 1949 (74 ára); Einar Jóhann Herbertsson, 7. apríl 1954 (69 ára); Donna White, 7. apríl 1954 (69 ára); Gail Lee Hirata, 7. apríl 1956 (67 ára); Helen Wadsworth, 7. apríl 1964 (59 ára); Joe Durant, 7. apríl 1964 (59 ára); Borja Echart, 7. apríl 1988 (35 ára); Joseph Bramlett, 7. apríl 1988 (35 ára); Humarhöfnin Veitingahús og Kristine G Alexandria … og …

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is