Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2017 | 18:00

18 svölustu herbergin í golfinu (1/3)

Íslenskir kylfingar eru þekktir fyrir að ferðast mikið, sérstaklega þegar kólna tekur í veðri hér á Íslandinu góða og betra er að leita til heitari landa til að stunda uppáhaldsiðjuna, golfið.

Framboð ferðaskrifstofa á golfferðum hefir aukist og kylfingar hafa kynnst dásemdargolfstöðum, sem hver eru öðrum fegri  og veglegri í hlaðborðum og viðgjörningi við svanga kylfinga, þegar þeir koma inn eftir að hafa varið deginum í golfi.

Vistarverurnar, herbergin sem dvalist er í erlendis eru afar mismunandi og mismunandi, auðvitað, hvað kylfingar leggja mikið upp úr þeim.

Fyrir suma er dvalarstaðurinn aukaatriði, golfiðkunin nr. 1.

Allir vilja hafa herbergin sem þægilegust, að sjálfsögðu, hrein og fín og laus við skorkvikyndi, sem því miður er mikið af í heitari löndum, en svo eru virkilega til topp-svíturnar, sem bjóða upp á allt og miklu meira: besta útsýnið yfir golfstaðinn, nálægð við völlinn, allt og virkilega allt 1. flokks.  Hvaða herbergi skyldu vera þau bestu á golfstöðum?

Golf Digest hefir um 1300 starfsmenn, sem allir eru sérfræðingar á sínu sviði, vinna við að gefa golfstöðum einkunnir, hafa ferðast mikið milli golfstaða og þekkja þá eins og handarbakið á sér og þessir sérfræðingar komu saman og völdu 18 bestu topp-lúxus herbergin.  Niðurstaða þeirra er eftirfandi, en þeim þykja eftirfandi 18 herbergi þau bestu. Hér verða 6 fyrstu af þessum 18 kynnt og hin 12 á næstu 2 dögum:
• • •
1 THE AMERICAN CLUB, KOHLER, WISCONSIN
Eau de Vie suite

Eau de Vie suite er í 5 stjörnu hóteli The American Club sem er tilnefndur sem besti golfstaðurinn af Condé Nast Traveler á hverju ári .Það sem einkennnir þessar svítur eru flottu aflöngu böðin. Þetta er tilvalin hótelgisting þegar spilaðir eru vellir á borð við Whistling Straits eða Blackwolf Run í Wisconsin.

Eau de Vie Suite í The American Club í Kohler, Wisconsin

Eau de Vie Suite í The American Club í Kohler, Wisconsin

• • •
2 ARCADIA (MICHIGAN) BLUFFS
Cottages

Hér er um að ræða 4-8 manna smáhýsi, þar sem í eru svefnherbergi og baðherbergi fyrir alla með útsýni á Lake Michigan.

Arcadia Bluffs í Michigan

Arcadia Bluffs í Michigan

• • •
3 AUGUSTA (Georgia) NATIONAL GOLF CLUB
Mamie’s Cabin

Það jafnast ekkert á við en að gista í svefnherbergi því sem Ike (Eisenhower forseti) gisti í þegar hann spilaði golf í Augusta, þ.e. í Mamie´s Cabin.

Mamie smáhýsið á Augusta National

Mamie smáhýsið á Augusta National

• • •
4 BALLYNEAL GOLF CLUB, HOLYOKE, COLORADO
Meadowlark Lodge

Þetta smáhýsi sem tekur 8 í gistingu er rétt hjá 1. teig og nýja 12 holu par-3 vellinum hönnuðum af Tom Doak.

Ballyneal smáhýsin

Ballyneal smáhýsin

• • •
5 BARNBOUGLE DUNES, ÁSTRALÍA
Bunker villas

Wallaby-ar gættu hoppað framhjá ykkur þar sem þið sitjið í makindum á veröndinni, sem snýr að Bass Strait og the Dunes, sem er einn af 50 bestu golfstöðunum á þessu svæði.

Barnbougle Dunes í Ástralíu

Barnbougle Dunes í Ástralíu

Gisting í

Gisting í Bunker Villar í Barnbougle Dunes

Wallabies

Wallabies

6 CABOT LINKS, NOVA SCOTIA KANADA
Golf villas

Þessar nýju 2-4 herbergja svítur eru rúmgóðar og bjóða upp á frábært útsýni yfir Cabot Links og Cape Breton.

1-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-Cabot-Links

1-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-Cabot1

1-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-aCabot