Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2016 | 07:00

18 holur Riviera CC

Northern Trust mótið er mót vikunnar á PGA Tour og hefst það á morgun. Það fer venju skv. fram í Riviera Country Club.

Tími: Hefðbundið – fimmtudag-sunnudags.

Völlur: Riviera Country Club (7,322 yardar par 71), Pacific Palisades, Kaliforníu

Verðlaunafé: $6.8 milljónir.Hlutur sigurvegara: $1,224,000.

Sjónvarpað frá mótinu á: Golf Channel og Channel 2

Á síðasta ári: James Hahn sigraði á sínu fyrsta PGA Tour móti. Hann náði að setja niður 25-feta fuglapútt á 3. holu eftir 3.manna bráðabana við  Dustin Johnson. Paul Casey datt út á 2. holu

Stjörnuþátttakendur í mótinu : Nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth og nr. 3 Rory McIlroy.  Nr. 6 Bubba Watson sigraði í mótinu 2014; tvöfaldur sigurvegari Fred Couples tekur þátt í nýrri metþátttöku eða í 34. skiptið; Charl Schwartzel tekur þátt en hann er nýbúinn að vinna á Tschwane Open.

Holurnar 18 í Riviera Country Club:

Nr. 1 Par 5, 503 yardar: Góð hola ef maður ætlar að byrja vel. Teigarnir eru 75 fetum (25 metra) fyrir ofan braut og langt dræv getur gefið fugl eða örn. En maður er out of bounds til vinstri og það eru tré til hægri.

Nr. 2 Par 4, 471 yardar: Ein mest krefjandi hola vallarins. Það er svolítil hundslöpp til hægri með OB til vinstri og tré til hægri sem krefst langs og beins teighögg og í aðhöggi á flöt stendur kylfingurinn frammi fyrir sandglompuvarinni flöt.

Nr. 3 Par 4, 434 yardar: Önnur hundslöpp til hægri sem þarf oft að spila aðeins inn í vindinn. Örlítið feid af teig og þá á maður fyrir höndum 2. högg þar sem staðið er frammi fyrir stórri sandglompu framan við flöt.

Nr. 4 Par 3, 236 yardar: Erfið par-3 hola þar sem jafnvel snillingarnir þurfa 3-járn eða 3-tré allt eftir hversu sterkur vindurinn er. Flötin hallar mjög frá hægri til vinstri og er varin af stórri glompu.

Nr. 5 Par 4, 434 yardar: lítil hundslöpp til vinstri þar sem einnig verður að gera ráð fyrir vindi og  flestir kjósa að slá örlítið feid af teig og eiga eftir flott aðhögg.

Nr. 6 Par 3, 199 yardar: Einkennishola Riviera þar sem er bönker á miðri flöt (+ bönker fyrir framan og aftan)  Ef lent er röngum megin við bönkerinn á miðri flötinni þá verða kylfingar að chippa eða pútta í kringum hann.

Sjötta holan á Riviera CC í Pacific Palisades

Sjötta holan á Riviera CC í Pacific Palisades

Nr. 7 Par 4, 408 yardar: Ekki sérlega löng hola en erfið. Það er hæð í miðri brautinni þar sem kylfingar lenda oft boltum sínum og það getur valdið því að boltinn lendir í bönker eða out of bounds.

Nr. 8 Par 4, 460 yardar:Á þessari holu þar sem brautin splittast, þá skilur teighögg til vinstri kylfinginn eftir með það að þurfa að taka miðjujárn inn á þrönga flötina meðan að teighögg til hægri skilur eftir styttra högg en þar sem slá verður yfir gil.

Nr. 9 Par 4, 458 yardar: Þarna er slegið upp á hæð í áttina að klúbbhúsinu; á þessari holu eru brautarglompur sem koma við sögu þegar slegið er af teig og tveir bönkerar verja hægri hlið flatarinnar.

9. holan á Riviera

9. holan á Riviera

Nr. 10 Par 4, 315 yardar: Þetta er klassísk áhættu/umbunar hola vegna þess að hún krefst þess að kylfingar reyni að slá dræv sín á þrönga flöt sem er umvafin bönkerum eða leggja upp til vinstri á brautinni (ekki ólíkt 17. á Hvaleyrinni!)

Nr. 11 Par 5, 583 yardar: Tvö góð högg og maður á eftir auðvelt pitch fyrir auðveldan fugl, en teighögg sem fer úrskeiðis þýðir að leggja þarf upp fyrir framan gil eða slá yfir það.

Nr. 12 Par 4, 479 yardar: Þetta er löng par-4 sem krefst aðhöggs með löngu járni til að slá á þrönga flöt þar sem er djúpur bönker til hægri sem ver flötina.

Nr. 13 Par 4, 459 yardar: Örlítil hundslöpp til vinstri og inn í vindinn, á þessari holu er þörf nákvæms teighöggs vegna þess að það er gil til vinstri og tré á báðum hliðum brautarinnar.

Nr. 14 Par 3, 192 yardar: Þessi braut er með stóra flöt sem oft fær stöngina til að virðast nær en hún í rauninni er og þarna eru 3 stórir og djúpir bönkarar fyrir framan flöt sem er upphækkuð.

14. brautin á Riviera

14. brautin á Riviera

Nr. 15 Par 4, 487 yardar: Þetta er síðasta holan á seinni 9 af inn-í-vindinn par-4 holum. Þetta er skörp hundslöpp til hægri sem verðlaunar langt og vel slegið teighögg en er krefjandi líka fyrir þá sem slá langt því cut-a verður hægri hornið til að stytta aðhöggið.

Nr. 16 Par 3, 166 yardar: Lítil flöt en öll högg sem lenda þar eru raunveruleg fuglafæri. Fjölmargir brattir bönkarar verja flötina.

Nr. 17 Par 5, 590 yardar:Þetta er lengsta brautin á vellinum. Ef fyrstu tvö höggin eru vel slegin þá er aðhöggið upp á 2. hæða flöt sem halla að aftan og fram, þannig að lenda verður boltanum fyrir framan pinna því að pútta niðurávið er alltaf hættulegt.

Nr. 18 Par 4, 475 yardar: Ein af frægustu lokaholunum í golfsögunni. Hún hefst á blindu tegihöggi inn á upphækkaða braut og síðan þarf að slá aðhögg inn á nýrna-lagaða flöt fyrirneðan klúbbhúsinu inn í hálfgert hringleikahús eða palla þar sem áhorfendur sitja.

18. brautin á Riviera

18. brautin á Riviera CC