17 atriði sem þið vissuð ekki um Ian Poulter
Hér á eftir fara 17 atriði, þann 17. ágúst sem þið vissuð e.t.v. ekki um enska kylfinginn Ian Poulter:
1. Poulter gerðist atvinnumaður með 4 í forgjöf.
2. Fyrsti golfklúbburinn þar sem hann var félagi var Chesfield Downs í Hertfordshire.
3. Hann var aðstoðargolfkennari í Leighton Buzzard og veitti krökkum oft tíma fyrir £1.
4. Hann vann með þjálfaranum Lee Scarborough.
5. Fyrsti sigurinn kom í móti sem var tveggja hringja þ.e. 36 holur. Hann var á skori upp á 66 báða daga og hann vann sér inn £1,500, sem var andvirði 2 mánaða vinnu þegar hann var aðstoðargolfkennari.
6. Poulter byrjaði að spila golf þegar hann var 4 ára.
7. Hann heldur með Arsenal í enska boltanum en reyndi sjálfur fyrir sér og reyndi að komast í Tottenham Hotspur þegar hann var 13 ára.
8. Poulter var á Áskorendamótarö Evrópu (Challenge Tour) árið 1999 og vann sér inn kortið sitt á Evróputúrinn í fyrsta sinn árið 2000. Hann hóf að spila á PGA Tour árið 2005.
9. Besti árangur Poulter í risamóti var árið 2008 þegar hann varð í 2. sæti á Opna breska.
10. Poulter hefir sigrað 10 sinnum á Evróputúrnum, 2 sinnum á heimsmótum og einu sinni á PGA Tour. Sigurinn á PGA Tour kom á þessu ári á Houston Open þegar hann þurfti á sigri að halda til þess að komast á The Masters.
11. Poulter elskar Formúlu 1 og er góður vinur Rubens Barrichello.
12. Poulter hefir tvisvar unnið sér inn 4 stig í Ryder Cup, í annað skiptið 2008 í Valhalla og í hitt skiptið í Medinah, 2012. Í Medinah, urðu 5 fuglar Poulter á síðustu 5 holunum til þess að tryggja dýrmætt stig fyrir lið Evrópu á laugardeginum sem gaf liðinu kraft og trú til að eiga eitt óvæntasta og besta „comeback“ í sögu Rydersins.
13. Poulter á ótrúlegt safn bíla og elskar Ferrarí en hefir selt einn þeirra til Rory McIlroy þ.e. Ferrari F12.
14. Poulter á sína eigin fatalínu sem heitir IJP Design.
15. Hann var í buxum með enska fánanum á Opna breska 2004. Eftir mótið gaf hann buxurnar á uppboð þar sem allur ágóði rann til Yorkhill Children’s Hospital í Skotlandi.
16. Poulter styður tvær góðgerðastofnanir doesDreamflight og Chideo. Dreamflight fer með börn og foreldra þeirra í draumafrí í Orlandó í Flórída. Chideo safnar stöðugt peningum sem renna til góðgerðarmála.
17. Poulter er kvæntur Katie og þau eiga 4 börn: Aimee-Leigh, Luke, Joshua og Lily-Mai.
Poulter er sem stendur í síðasta sæti þeirra sem komast sjálfkrafa í 2018 Ryder Cup lið Evrópu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
