Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2012 | 20:30

EPD: Stefán Már og Þórður Rafn luku ekki 1. hring vegna frosts í Tyrklandi

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR spiluðu nú í dag 1. hring á Gloria New Course Classic mótinu á EDP-mótaröðinni þýsku, en það fer fram í í Belek, í Tyrklandi. Miklar tafir urðu í morgun vegna frosts og náðu hvorki Stefán Már né Þórður Rafn að ljúka hringjum sínum

Stefán Már náði að spila 4 holur og er á pari

Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: gsimyndir.net

Þórður Rafn, hins vegar, er búinn að spila 7 holur og er á +1 yfir pari.

Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1.

 

Golf 1 óskar þeim Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á Gloria mótinu smellið HÉR: