Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2011 | 18:30

LET: Trish Johnson í forystu á Opna sikileyska eftir 1. dag

Trish Johnson frá Englandi er í forystu eftir fyrsta dag Opna sikileyska (Sicilian Ladies Italian Open), kom inn á -6 undir pari, 66 höggum, á Il Picciolo Golf Club.

Trish fékk 5 fugla á fyrri 9 og var á 30 höggum og á síðan var seinni hringurinn hennar blanda af 4 fuglum í viðbót og 3 skollum, útkoman 36 högg á seinni.

Ítalska stúlkan Stefanía Croce naut þess að spila á heimavelli fyrir framan fjölskyldu og vinu og kom inn í dag á 68 höggum, og deilir 2. sætinu með Kym Larratt frá Englandi. sem, var með 8 fugla og 2 skolla og 1 skramba á skorkortinu sínu.

Spænski nýliðinn á LET Belen Mozo, tékkneska stúlkan Klara Spilkova, Karen Lunn frá Ástralíu og Beth Allen frá Bandaríkjunum luku leik á 69 höggum og deila 4. sætinu.

Fresta varð leik vegna myrkurs og mikillar rigningar.

Til þess að sjá úrslit á Opna sikileyska eftir 1. dag smellið HÉR: