15 unglingar við keppni í Finnlandi – staðan e. 2. dag
Fimmtán íslenskir unglingar eru við keppni í Finnlandi á Finnish International Junior Championship, sem fer fram á Cooke vellinum í Vierumäki golfklúbbnum.
Keppnin stendur dagana 24.-26. júní og lýkur í dag.
Í strákaflokki er Sigurður Garðarsson, GKG að standa sig best er T-4, eftir annan dag á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (77 77). Næstbest af íslensku kylfingunum er Kristófer Karl Karlsson, GM að standa sig en hann er á 11 yfir pari, 155 höggum (79 76) og í 7. sæti. Sigurður Blumenstein GR er T-12 á 14 yfir pari; Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, er í 26. sæti á 29 yfir pari (90 79) og Böðvar Pálsson , GR, var ekki alveg að finna sig; spilaði á 85 og 93 tvo fyrstu dagana en lauk keppni á glæsihring 76 höggum; enda í fyrsta sinn verið að keppa erlendis.
Í stelpuflokki stendur Kinga Korpak, GS, sig best er T-11 (87 83).
Í drengjaflokki 16 ára stendur Arnór Guðmundsson, GHD sig best íslensku þátttakandanna er T-13 (81 75); næstbest íslensku þátttakandanna í drengjaflokk stendur Kristján Benedikt Sveinsson, GA sig er T-21 (78 81); Elvar Már Kristinsson , GR, er T-39 á 29 yfir pari; Ragnar Ríkharðsson GMog Sverrir Haraldsson GM eru báðir T-44 á samtals 32 yfir pari, hvor. Birkir Orri Viðarsson, GS er T-46 á 33 yfir pari.
Í telpuflokki 16 ára keppa 3 íslenskar telpur. Af þeim stendur Ólöf María Einarsdóttir, GHD sig best er í 17. sæti á 29 yfir pari (88 85). Næstbest af íslensku telpunum stendur Zuzanna Korpak sig en hún hefir lokið leik í mótinu á 54 yfir pari (94 90 86) en hún bætti sig með hverjum hring. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, hætti keppni.
Til þess að fylgjast með stöðunni í dag, lokadeginum á mótinu í Vierumäki í Finnlandi SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
