Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2018 | 17:00

Ólafía Þórunn og Carly Booth í mennningarferð á frumbyggjaslóðum í Ástralíu

Hin skoska Carly Booth og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir fóru í menningarkynnisferð á frumbyggjaslóðir (ens.: Aboriginal culture tour ) á vegum LET á Moonee Beach reserve á Coffs Coast með Wajaana Yaam Gumbaynggirr Adventure Tours ferðafyrirtækinu.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 (frá 2012) á Carly Booth með því að SMELLA HÉR: 

Ólafía Þórunn og Carly lærðu á sundbretti (ens. paddle board) af ástralska Ólympíufaranum Ky Hurst á einni af bestu ströndum Ástralíu, og fengu að heyra frásagnir hjá leiðsögumönnum sínum Clark Webb og Shane Singleton og snæddu frumskógarfóður (ástrl. bush tucker) til afslöppunar fyrir mót vikunnar á LET, sem fer nú fram í fyrsta sinn og ber heitið Australian Ladies Classic Bonville.

Carly sagði: „Ég fór á sundbretti í dag í fyrsta sinn, sem var frabær reynsla og ég fræddist aðeins um menningu frumbyggja og plöntur, það sem þeir snæða og hvernig þeir búa til mat og hvernig aá að nota plöntu líka Aloe Vera til þess að linna þjáningar vegna moskítóbits, þannig að þetta var mjög fræðandi.“

Ólafía Þórunn sagði: „Við hlutum þann heiður að fá leiðsögn innfædds leiðsögumanns og við heyrðum tungumál innfæddra og smökkuðum blóm og lauf. Það var frábært að vera á sundbretti þar sem ég hafði aldrei verið á þannig áður og ég var sú fyrsta og eina til að detta af því. Þetta var gaman, þó stundum færum við aftur á bak (á sundbrettinu).“

Stelpurnar fóru síðan aftur á Bonville golfsvæðið þar sem mótið fer fram ekki á morgun heldur hinn, þ.e. í Bonville, New South Wales.

Til þess að sjá upprunalegu fréttina á vef Evrópumótaraðar kvenna (Ladies European Tour skammst. LET) SMELLIÐ HÉR: