Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2012 | 10:30

Hank Haney gefur út bókina „The Big Miss“ um 6 ár sín sem sveifluþjálfi Tiger

„The Big Miss“ er bók skrifuð af fyrrum sveifluþjálfara Tiger Woods, Hank Haney, sem kemur út í mars n.k. og veitir innsýn í  árin sem þeir vörðu saman og þar sem gekk á ýmsu, áður en líf kylfingsins  hrundi saman vegna skandalsins.

Bókinni er lýst af útgefendanum, Crown Archetype, í Random House Inc, sem „hreinskilinni og þykir veita innsýn með undraverðum hætti,“ jafnframt því að vera endursögn á mjög árangursríkri samvinnu Haney og Woods, sem leiddi til 14 risamótstitla.

Hún lýsir líka tveimur stærstu áskorununum Haney, sem sveifluþjálfara hins 14 falda sigurvegara risamóta, Tiger, sem af mörgum er talinn besti kylfingur allra tíma.

„Það sem elti Tiger eins og vofann var hræðsla hans við „hinn stóra missi“ (ens. The Big Miss) – þ.e. stórlega ónákvæmt golfhögg, sem myndi skemma annars stöðugan hring,“ sagði Crown Archetype í umfjöllun sinni um bókina á vefsíðu Random House Inc.

„Það var vegna þess að þessháttar rugl var stundum hluti af leik Tigers að Hank endurhannaði sveiflutækni Tigers.“

Bókin kemur út 27. mars, vikuna fyrir Masters í ár.

Stærsta verkefni Haney var að leysa gátuna um persónuleika Tiger, sagði Crown Archetype.

Meðvitaður um þær tilfinningalegu afvegaleiðingar sem gætu haft neikvæð áhrif á leik hans og hrundið honum af braut markmiða sinna þá þróaði Tiger með sér margvíslegar aðferðir til þess að halda fólki frá því að komast of nærri sér, jafnvel Hank, fjölskylda Tiger eða vinir hans komust ekki hjá þessari „meðferð“ hans (ens. The Treatment).

„Í lok samvinnu Tiger og Hank, var laser lík einbeiting Tiger farin að dala og hann var minna tilbúinn til að æfa sem voru Hank vonbrigði, en hann sá í hegðun Tiger einkenni þess að hann hefði þróað með sér erfitt samband við golfleikinn.“

Sex ára samvinna

Haney tók við stöðunni sem sveifluþjálfi Tiger í mars 2004 og næstu 6 ár aðstoðaði hann Bandaríkjamanninn (Tiger) að sigra á 31 móti á PGA Tour, þ.á.m. 6 risamót.

Seint á árinu 2009 breyttist líf Tiger utan sem innan vallar vegna uppljóstrana um framhjáhöld hans.

Hann hætti samvinnu við Haney mánuði eftir Masters mótið 2010, þar sem hann náði 4. sæti eftir að hafa verið í fríi frá leiknum í 5 mánuði.

Á þessum 6 árum samvinnu þeirra fékk Haney að fylgjast með af fremsta bekk þegar Tiger var nr. 1 í heiminum.

Haney starfaði með Tiger 110 daga á árinu, talaði við hann oftar en 200 daga á árinu og var á heimili Tiger í Flórída allt að 30 daga á ári.

Hann fylgdist með Tiger í fjölbreytilegum kringumstæðum, þ.á.m. á mótum, á æfingasvæðinu, við máltíðir, ásamt fyrrum eiginkonu Tiger (Elínu Nordegren) og þegar hann slappaði af með vinum.

Haney, sem tók við af Butch Harmon sem sveifluþjálfi Tiger lýsti sambandinu við Tiger sem „draumi líkast“ eftir að leiðir þeirra skildu í maí 2010.

Hann bætti við: „Ég mun ávallt meta það tækifæri sem ég hafði til þess að bæta árangur hans. En hvað sem öðru líður trúi ég því að á þessum stað og tíma séu það bestu hagsmunir okkar beggja að ég víki sem þjálfari Tiger.“ Sean Foley frá Kanada hefir síðan komið í stað Haney.

Heimild: stuff.co.nz