
PGA: Nick Watney komst hjá 2 högga víti þegar sannaðist að kylfusveinn hans snerti ekki flöt
Nick Watney komst hjá 2 högga víti eftir að mótsstjórn dæmdi svo að kylfusveinn hans, Chad Reynolds, hefði ekki verið að kanna yfirborð flatarinnar á 1. hring Hyundai Tournament of Champions, sem hófst á föstudaginn.
Upptökur sýndu að hendur Reynolds yfir grasflötinni en þær snertu yfirborðið aldrei. Reynolds stóð fyrir aftan Watney, sem var að lesa púttlínuna.
Hefðu hendur Chad Reynolds snert flötina, hefði það verið brot á reglu 16-1d.
„Við horfðum á upptökuna og maður sá að hönd hans var rétt ofn við flötina,“ sagði Watney. „Þannig að ekkert víti var dæmt.“
Chad Reynolds sagði líka að hann hefði ekki snert flötina.
„Það var enginn ásetningur til staðar þarna,“ sagði hann.
Slugger White, varaforseti reglna og keppnisskilmála á PGA TOUR sagði: „Ég sá ekkert brotlegt.“
Webb Simpson, sem var í holli með Watney á föstudaginn sagði líka að Chad hefði ekki gert neitt sem bryti gegn golfreglunum.
„Ég hef þekkt Chad Reynolds um nokkurn tíma og ég veit að það var ekkert (brot) þarna,“ sagði Simpson. „Ég hélt bara að þetta liti grunsamlega út, sem í raun var ekkert.“
Nick Watney, sem vann 2 mót á túrnum á síðasta ári og leiddi FedExCup stigalistann eftir reglulega keppnistímabilið, lauk keppni á pari á föstudaginn. (Hann er síðan þá búinn að spila á samtals 144 höggum (73 71) og deilir 21 sæti með Johnson Wagner og Gary Woodland). Watney studdi kylfusveinn sinn að fullu og öllu.
„Ég hefði verið í sjokki ef hann hefði virkilega lagt hönd sína á yfirborðið,“ sagði Watney. „Við spurðum hann og hann sagði að hann hefði ekki gert það, þannig að þar hafið þið það.“
Heimild: PGA Tour
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open