Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2017 | 12:00

Trump spilar golf v/stjörnur og nú í ferð sinni um Asíu v/ráðamenn

Einu ári eftir kjör Trump heldur vekur golf hans enn athygli fólks, hvort sem honum líkar betur eða verr.

Hann spilar oftar en ekki með golfstjörnum og ráðamönnum.

Nýjasta dæmið er að hann tók 9 holur í ferð sinni um Asíu með forsætisráðherra Japan, Shinzo Abe og nr. 4 á heimslistanum Hideki Matsuyama nú sl. sunnudag.

Auðvitað þurfti TRumpurinn að tvíta um spilið: „Playing golf with Prime Minister Abe and Hideki Matsuyama, two wonderful people!“

(Lausleg íslensk þýðing: Spila golf við Forsætisráðherrann Abe og Hideki Matsuyama, tvo yndislega menn!)

Starfsfólk Trump sagði CNN að enginn hefði verið að halda utan um skorið á sunnudaginn. Það var heldur ekki gefið upp hvort Trump notað gull driverinn, sem Abe gaf honum á síðasta ári.