Egill Ragnar Gunnarsson, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar og Georgia State luku leik í Charleston í 11. sæti

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu,  Georgia State, tóku þátt í The Battle at Stone Ferry mótinu, sem fram fór dagana 3.-4. nóvember og lauk á laugardaginn s.l.

Mótið fór fram á The Links at Stono Ferry í Hollyood, Charleston, Suður-Karólínu og var gestgjafi Charleston háskóli.

Þátttakendur í mótinu voru 68 frá 11 háskólum.

Egill Ragnar lék á samtals 17 yfir pari, 233 höggum (82 73 78) og náði s.s. sjá má bestum árangri á 2. hring, 73 högg!

Egill lauk leik jafn Fitz Woodrow IV úr liði gestgjafanna í 61. sætinu (þ.e. þeir urðu T-61).

Georgia State varð í 11. sæti í liðakeppninni.

Þetta er síðasta mót Egils og Georgia State á haustönn, en næsta mót Georgia State er ekki fyrr en á næsta ári, nánar tiltekið 16. febrúar 2018, í Texas.

Sjá má lokastöðuna í The Battle at Stone Ferry mótinu með því að SMELLA HÉR: