Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2017 | 12:00

Pro Golf: Frábær hringur Þórðar Rafns upp á 67 telur ekki!!!

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tók þátt í Haugschlag NÖ Open 2017, en mótið er hluti af Pro Golf mótaröðinni þýsku.

Mótið átti að fara fram dagana 26.-28. apríl 2017 í Haugschlag, Austurríki, en vegna snjókomu var mótið stytt í 1 hrings mót!!!

Þórður Rafn átti glæsilegan 2. hring og kom í hús með skor upp á 5 undir pari, 67 högg – hring þar sem hann fékk 8 fugla og 3 skolla.

Þórður Rafn lék 1. hring á sléttu pari, 72 höggum – fékk 3 fugla og 1 þrefaldan skolla og var T-37 eftir 1. dag; en eftir glæsilegan 2. hring upp á 67 högg var hann búinn að vinna sig upp í 7. sætið.

En hringurinn flotti telur ekki, heldur bara 1. hringurinn og lauk Þórður Rafn því keppni T-37 og hlaut € 260 tékka fyrir árangur sinn.

Sjá má lokastöðuna á Haugschlag NÖ Open 2017 með því að SMELLA HÉR:

Sigurvegari mótsins var Michael Kraaij frá Hollandi með hring upp á 64 högg og hann sagði eftirfarandi eftir að mótið hafði verið stytt í 1. hring: „“Ein Sieg nach nur einer Runde fühlt sich schon ein bisschen komisch an, und ich hätte natürlich sehr gerne drei, oder zumindest aber zwei Runden gespielt.

(Lausleg þýðing: „Sigur eftir 1 hring er svolítið skringilegt og ég hefði auðvitað mjög gjarnan viljað spila 3 eða a.m.k. 2 hringi.“)

Þórður keppir næst í Tékklandi þriðjudaginn 2. maí n.k.