Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2017 | 08:45

LPGA: Stacy missti af 59

Stacy Lewis missti af tækifæri til þess að vera á 59 höggum í 2. skipti í sögu LPGA mótaraðarinnar

Hún deilir samt  efsta sætinu með 3 öðrum eftir 1. hring, eftir að hafa verið á 8 undir pari, 64 höggum á Bank of Hope Founders Cup í Phoenix.

Í næstum fullkomnum aðstæðum til golfleiks í Desert Ridge, þá var Lewis á 9 undir pari eftir 11 holur en var á parinu næstu 6 holur og lauk hringnum þar að auki á skolla, eftir að hafa slegið djúpt í brautarglompu.

Þarna á seinni 9 fór boltinn allt í einu að fara allt of langt. Kannski var þetta adrenalínið, ég er ekki viss. Eða það var bara þurra loftið þarna,“ sagði Lewis.

Engu að síður frábært tækifæri til þess að skrá sig í LPGA sögubækurnar farið forgörðum!