LPGA: Ólafía Þórunn á 72 e. 1. dag í Ástralíu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf leik kl. 20:41 að íslenskum tíma, 15. febrúar 2017 á ISPS Handa mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Fyrsti keppnisdagurinn af alls fjórum er fimmtudaginn 16. febrúar. Klukkan var 7:11 að morgni að staðartíma í Adelaide. Staðartími á mótsstaðnum er 10 ½ klukkustundum á undan þeim íslenska og hefst því mótið á miðvikudagskvöld hér á landi.
Ólafía Þórunn er í ráshóp með Belen Mozo frá Spáni og Celine Herbin frá Frakklandi í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Þær hófu leik á 10. teig á fyrsta hringnum. Mozo hefur verið á LPGA frá árinu 2011 og Herbin hefur leikið á LPGA frá árinu 2015. Mozo er í 162. sæti á heimslistanum og Herbin er í 224. sæti á meðan Ólafía er í sæti nr. 607 á heimslistanum. Mozo hefir m.a. helst unnið sér það til frægðar að hafa setið nakin fyrir í Body Issue fyrir 6 árum síðan (2011) – sjá eldri grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Celine Herbin með því að SMELLA HÉR:
Ólafía Þórunn lauk 1. hring á 1 undir pari 72 höggum; fékk 3 fugla og 4 skolla.
Keppt er á The Royal Adelaide í Suður-Ástralíu en par vallarins er 73 högg. Völlurinn er 6,681 stikur eða um 6,100 metrar að lengd.
Heildarverðlaunféð á mótinu er 1,3 milljónir dalir eða um 160 milljónir kr. Verðlaunféð er það sama og á Pure Silk mótinu sem var fyrsta mót ársins 2017 og fór fram á Bahamas. Þetta er í sjötta sinn sem ISPS-Handa mótið fer fram á þessum stað.
Ólafía Þórunn endaði í 69.-72. sæti á fyrsta móti ársins á Bahamas og fékk hún 2.800 dollara í verðlaunafé eða sem nemur 330.000 kr.
Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Sigurvegarar ISPS Handa:
2016
Haru Nomura, Japan.
69 – 68 – 70 – 65 = 272 (-16)
2015
Lydia Ko, Nýja-Sjáland.
70 – 70 – 72 – 71 = 283 (-9)
2014
Karrie Webb, Nýja-Sjáland.
71 – 69 – 68 – 68 = 276 (-12)
2013
Jiyai Shin, Suður-Kórea.
65 – 67 – 70 – 72 = 274 (-18)
2012
Jessica Korda, Bandaríkin.
72 – 70 – 73 – 74 = 289 (-3)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
