
13 kvenstjörnur golfsins nr. 8: Hollis Stacy
Hollis Stacy er bandarískur (atvinnu)kylfingur. Hún fæddist 16. mars 1954 í Savannah, Georgíu og komst á LPGA túrinn 1974, þar sem hún vann 18 (LPGA) mót og 4 risamót (þau eru öll talin upp í lok greinar).
Hún vakti strax athygli sem áhugamaður en sigraði United States Girls Junior Golf Championship þrívegis og er eini kylfingurinn, sem tekist hefir það þ.e. að sigra mótið 3 ár í röð (1969-1971). Árið 1970 sigraði hún á North and South Women´s Amateur Golf Championship í Pinehurst og spilaði í liði Bandaríkjanna í Curtis Cup, 1972.
Hollis Stacy var í Rollins College í Winter Park, Flórída.
Hollis Stacy sigraði á 4 risamótum á ferli sínum: US Women´s Open árin 1977, 1978 og 1984 og Peter Jackson Classic, árið 1983 (sem síðar fékk nafnið du Maurier Classic).
Hollis sigraði auk þess, eins og áður segir í 18 mótum á LPGA mótaröðinni, en síðasti sigurinn vannst 1991, þ.e. á Crestar-Farm Fresh Classic. Hollis spilaði á LPGA túrnum út árið 2000, en eftir það (2001) fékk hún rétt til að spila Women´s Senior Golf Tour (nú Legends Tour), þá 45 ára, en á þeirri mótaröð sigraði hún Shopko Great Lakes Classic strax fyrsta árið (2001), sem hún tók þátt.
Eftirfarandi eru sigrar Hollis Stacy sem áhugamanns:
1969 US Girls Junior
1970 US Girls Junior, North and South Women´s Amateur
1971 US Girls Junior
Sigrar Hollis Stacy, sem atvinnukylfings (fjöldi sigra í sviga fyrir aftan árið, sem sigurinn vannst):
1977 (3) Lady Tara Classic, US Women´s Open, (vinningsskorið var samtals+4 yfir pari, alls 292 högg (70-73-75-74), Hollis átti 2 högg á þá sem varð í 2. sæti – Nancy Lopez; Rail Muscular Dystrophy Classic
1978 (2) Birmingham Classic, US Women´s Open (vinningsskorið var samtals+5 yfir pari, alls 289 högg (70-75-72-72), Hollis átti 1 högg á þær sem urðu í 2. sæti, löndur sínar þ.e. bandarísku kylfingana JoAnne Carner og Sally Little)
1979 (1) Mayflower Classic
1980 (1) CPC Women´s International
1981 (2) West Virginia Bank Classic, Inamori Classic
1982 (3) Whirlpool Championship of Deer Creek, S&H Golf Classic, West Virginia LPGA Classic
1983 (3) S&H Golf Classic, CPC International, Peter Jackson Classic (vinningsskorið var samtals -12 undir pari, alls 277 högg (71-75-67-66), Hollis átti 2 högg á þær sem urðu í 2. sæti, löndur sínar þ.e. bandarísku kylfingana JoAnne Carner og Alice Miller)
1984 (1) US Women´s Open (vinningsskorið var samtals+2 yfir pari, alls 290 högg (74-72-75-69), Hollis átti 1 högg á þá sem varð í 2. sæti, Rosie Jones)
1985 (1) Mazda Classic of Deer Creek
1991 (1) Crestar-Farm Fresh Classic
Loks mætti geta annarra sigra Hollis Stacy:
1977 Pepsi-Cola Mixed Team Championship (með Jerry Pate)
1984 Nicirei Cup Team Matc
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)