Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2011 | 20:00

13 kvenstjörnur golfsins nr. 7: Jan Stephenson

Jan Lynne Stephenson fæddist 22. desember 1951 í Sydney í Ástralíu. Hún varð atvinnukylfingur 1973 og sama ár komst hún á LPGA túrinn. Hún sigraði 3 risamót og samtals 16 mót á LPGA mótaröðinni.

Jan Stephenson

Á táningsaldri vann hún fimm sinnum í röð á New South Wales Schoolgirl Championships í Ástralíu, fyrsta mótinu 1964 og síðan vann hún þrisvar sinnum í röð á New South Wales Junior Championship.  Eins og sagði gerðist hún atvinnumaður í golfi 1973 og sigraði á Wills Australian Ladies Open á því ári.  Sama ár sigraði hún Wills Australian Ladies Open. Árið 1974 var Jan útnefn nýliði ársins (LPGA Rookie of the Year) á LPGA.

Fyrsti sigur Jan var 1976 þegar hún sigraði á Söruh Coventry Naples Classic. Helsta blómaskeið hennar var á snemma á 9. áratugnum þegar hún vann öll rismót, sem henni tókst að vinna 3 ár í röð: 1981 Peter Jackson Classic (undanfara du Maurier Classic); 1982 LPGA Championship og 1983 US Women´s Open.

Stephenson var ein af fyrstu LPGA stjörnunum til þess að nota kynþokkann sér til framdráttar.  Jan Stephenson var eins fræg fyrir kynþokka sinn eins og golfið um miðjan 9. áratuginn, þegar hún sat nakin fyrir á frægri mynd í baðkeri, sem fyllt var af golfboltum og tekin var fyrir dagatal. Hún hvatti forsvarsmenn LPGA mótaraðar- innar til þess að viðurkenna aðferð sína við markaðssetningu.

Á golfvellinum sigraði Stephenson þrívegis á hverju eftirfarandi ára: 1981, 1983 og 1987 – en síðastgreinda árið var síðasta ár hennar á LPGA.  Stephenson hélt áfram að spila á LPGA á 10. ártugnum en meiðsl háðu henni, eftir líkamsárás, sem hún varð fyrir í Miami 1990.  Vinstri hringfingur hennar var tvíbrotinn, en það eru meiðsl, sem enn þann dag í dag há henni í kald- eða blautviðri.

Stephenson sigraði á öldungamótaröð kvenna (ens.: Women’s Senior Golf Tour), en það er mótaröð, sem hún átti þátt í að stofna.  Árið 2003 varð hún fyrsta konan til þess að spila á Champions Tour, en komst ekki í gegnum niðurskurð. Jan Stephenson er meðal fárra kvenna í golfvallarhönnunarbusinessnum og framleiddi jafnframt golfæfingarmyndband fyrir fólk hrjáð af gigt. Hún kom víða við í góðgerðarmálefnum sem hún styrkti og er í dag heiðursformaður National Multiple Sclerosis Society.

Á skemmtilegri nótunum má bæta því við að Jan Stephenson mun verða meðal þáttakenda í bandaríska sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars.

Loks hefir Jan líka verið umdeild þegar hún 2003 lét hafa eftir sér að „Asíu-búar væru að ganga af (LPGA) mótaröðinni dauðri”, en þetta var vísun til mikils fjölda kylfinga af asískum uppruna á LPGA mótaröðinni og lýsti eftir kvótum á alþjóðlegum kylfingum, sem leyft væri að spila á mótaröðinni, sem er kaldhæðið í ljósi þess að hún er einnig alþjóðlegur kylfingur.  Seinna bað hún afsökunnar og sagði að hún “hefði ekki ætlað sér að gera þetta að kynþáttadeiluefni.”

Sem atvinnumaður sigraði Jan Stephenson í 25 mótum, þar af 16 sinnum á LPGA mótum.