
13 kvenstjörnur golfsins nr. 4: Donna Caponi-Byrnes
Donna Caponi-Byrnes fæddist 29. janúar 1945 í Detroit, Michigan. Sem dóttir golfkennara byjaði Donna að spila golf 8 ára og fékk þátttökurétt á LPGA mótaröðinni, 20 ára. Það tók Donnu 4 ár að knýja fram fyrsta sigur sinn, en hún gerði það með stæl, sigraði á einu af risamótum kvennagolfsins, US Women´s Open. Hún vann með 1 höggi, eftir dramatískan lokahring, með skor upp á 69 högg, þ.á.m. fugl á lokaholunni, sem hún þurfti til sigurs. Aðeins Mickey Wright hafði sigrað á US Women´s Open tvö ár í röð, þegar Donna endurtók leikinn ári síðar, 1970 og sigraði aftur á US Women´s Open, en nú jafnaði hún einnig annað met sem Mickey átti, þ.e. að spila 72 holurnar á 287 höggum.
Alls hefir Donna unnið í 24 skipti á LPGA mótaröðinni, þ.á.m. á 4 risamótum – hin risamótin sem hún vann eru LPGA Championship, sem hún vann 1979 og 1981. Besti árangur Donnu í öðrum risamótum kvennagolfsins eru T-13 á Kraft Nabisco, 1985 og tvívegis varð hún í 3. sæti á du Maurier Classic, 1980 og 1982.
Alls á Donna að baki 29 sigra sem atvinnukylfingur. Hinir sigrar hennar utan LPGA eru:
1975 Colgate European Open
1976 Wills Quantas Australian Ladies Open
1978 Ping Classic Team Championship (ásamt Kathy Whitworth)
1980 Portland Ping Team Championship (ásamt Kathy Whitworth)
1981Portland Ping Team Championship (ásamt Kathy Whitworth)
Donna var meðal topp 10 á peningalistanum 10 sinnum á árunum milli 1968 og 1981, þ.á.m. varð hún tvívegis í 2. sæti þ.e. á árunum 1976 og 1980. Donna Caponi Byrne var tekin í frægðarhöll kylfinga árið 2001.
Donna er í dag gift kærasta sínum til langs tíma, Edward “Ted” Byrnes (en þau giftu sig 29. júlí 2006). Hún starfar sem golffréttamaður á Golf Channel þar sem hún sér um allt viðvíkjandi Champions Tour. Golfklúbburinn sem Donna er félagi í er Ferncroft Country Club í Middleton, Massachusetts.
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore