
13 kvenstjörnur golfsins nr. 11: Dottie Pepper
Bandaríski atvinnukylfingurinn Dottie Pepper fæddist 17. ágúst 1965 í Saratoga Springs, New York. Á árunum 1988-1995 keppti hún sem Dottie Mochrie, sem var nafn hennar fyrir skilnað, en eftir skilnaðinn tók hún aftur upp fjölskyldunafn sitt: Pepper. Á ferli sínum sigraði hún í 2 risamótum kvennagolfsins (Nabisco Dinah Shore risamótið, árin 1992 og 1999) og alls 17 mótum á LPGA túrnum. Sem atvinnumaður vann Dottie samtals 28 mót, þar af 1 á Futures Duramed mótaröðinni og 1 á japanska LPGA, sem og í 9 öðrum mótum. Í dag starfar Dottie, sem golffréttakona í sjónvarpi, í Bandaríkjunum.
Pabbi Dottie, Don, var atvinnuhafnaboltamaður, sem m.a. birtist árið 1968 á forsíðu Sports Illustrated undir fyrirsögninni “a rookie to watch” (ísl: nýliða sem vert væri að fylgjast með). Ferill Dottie hófst með stórum sigrum hennar sem áhugamanns í heimaríkinu New York, þegar hún vann 1981 state amateur titilinn og “New York Junior Amateur titilinn árin 1981 og 1983. Dottie var hluti af liði Bandaríkjanna í Junior World Cup, 1981 og var áhugamaðurinn með lægsta skorið á US Women´s Open risamótinu 1984.
Dottie var í Furman University (sami skóli og Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, spilar fyrir) þar sem hún sigraði á mótum 5 sinnum og var þrívegis útnefnd All-American (innskot: All-American; hér er um að ræða heiðurstitil, sem einkum er veittur í mennta-og háskólagolfi í Bandaríkjunum, þeim sem þykja skara fram úr hverju sinni – All American er titill, sem einnig er notaður í öðrum íþróttagreinum, einkum hópíþróttum).
Dottie (oft uppnefnd Hot Pepper, bæði vegna útlits hennar og bits í golfinu) komst á LPGA túrinn 1988 og sigraði á 17 mótum á túrnum, þ.á.m. áðurnefndum 2 risamótum: Nabisco Dinah Shore risamótunum 1992 og 1999. Samtalsskor hennar upp á -19 undir pari, í mótinu 1999 er enn lægsta heildarskor á risamóti kvenna.
Dottie var á toppi peningalistans 1992 og var meðal 10 efstu í 10 af 11 keppnistímabilum á árunum 1991-2001. Dottie var einnig í Solheim Cup liði Bandaríkjanna 6 sinnum.
Vegna meiðsla tók Dottie aðeins þátt í 1 móti árið 2002. Í júlí 2004 tilkynnti hún að hún myndi hætta keppnisgolfi í lok keppnistímabilsins. Árið 2005 hóf hún vinnu sem íþróttafréttamaður á NBC og The Golf Channel, þar sem hún færði fréttir bæði frá kvenna- og karlaíþróttaviðburðum.
Á Solheim Cup 2007 olli Dottie Pepper fjaðrafoki, sem golfskýrandi Golf Channel. þegar hún kallaði bandaríska liðið “choking freaking dogs” (ísl.: kafnandi helvítis hunda). Dottie taldi að stöðin hefði svissað yfir í auglýsingar þegar hún kom með kommentið, en var enn í beinni. Margir komust í uppnám þegar þeir heyrðu það sem hún sagði og Dottie var fljót að biðjast afsökunar á “lélegu orðavali sínu.” Tiger sagði á sínum tíma að hún myndi líklega ekki fá alltof mörg viðtöl út á þetta en taldi að með tímanum myndi fólk gleyma þessu.
Dottie Pepper býr í dag í Saratoga Springs í New York ásamt þriðja eiginmanni sínum, golfbókarhöfundinum og sagnfræðingnum David Normoyle. Þau giftu sig í maí 2010.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023