Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2016 | 19:00

Allenby enn á ný í fréttum!

Ó jeminn, Allenby er í fréttunum einu sinni enn.

Ástralski kylfingurinn hefir verið meira í fréttum vegna undarlegra atburða í lífi hans fremur en kunnáttuna í golfi, t.a.m. var „hann rotaður, honum rænt og öllu af honum í leiðinni“ á Hawaii en það kom í ljós að það var eitthvað orðum aukið.

Svo var hann handtekinn fyrir óspektir á almannafæri á spilavíti einu í Illinois fyrir viku síðan.

Og nú er Allenby aftur í fréttunum vegna þess að hann hefir hafið herferð gegn öllum „hatursmönnum sínum“, sem hafa borið hann saman við Ólympíu sundkappann Ryan Lochte.

Lochte þessi segist hafa verið rændur eftir að hafa verið ógnað með byssu í Ríó.

Allenby segist standa við sögu sína um að sér hafi verið byrluð ólyfjan, hann hafi verið barinn og rændur í Hawaii 2015.

so nice that all you wankers put me in the class as Lochte He is an amazing swimmer and GOLD medalist (sic),“ (lausleg þýðing: „svo fallega gert að allir þið hálfvitar skulið setja mig í sama klassa og Lochte. Hann er ótrúlegur sundkappi og GULLverðlaunahafi (sic),“ stóð á Twitter síðu Allenby .

Hinn 45 ára Allenby fór líka út í orðahnippingar við ástralska kylfinginn Aron Price, sem var eitthvað að tjá sig um þessi mál.

You should show some respect, you crossed the line,“ (Þú ættir að sýna smá virðingu – þú fórst yfir strikið) tvítaði Allenby, sem hefir unnið 22 titla.

Allenby svaraði líka fyrir sig þegar einn Twitter kommentarinn var að setja út á starfsetningarvillu hans, en hann ritaði orðið trophies (ísl: verðlaunagripir) rangt á einum stað.

Vá, viðkvæmur!

Svo klikkti Allenby út með það í lokinn að þykjast vera voða góður og lauk færslum sínum með  #lovemyhaters.

Allenby lauk keppnistímabili sínu á PGA Tour með því að komast ekki í gegnum niðurskurð í 21 skipti af 23 skiptum sem hann tók þátt.

Þá er auðvitað skiljanlegt að maður verði að halda sér í fréttunum ….. einhvern veginn!