Tumi Hrafn Kúld, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2015. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2016 | 10:00

Tumi lauk keppni T-13 í Wisconsin

Tumi Hrafn Kúld, GA,  tók þátt í 115. Wisconsin State Amateur mótinu, sem fram fór dagana 18.-21. júlí í North Shore golfklúbbnum í Wisconsin og lauk í gær.

Tumi Hrafn hefir dvalist í sumar í Wisconsin til þess að velja sér góðan háskóla og er nú genginn í Pine Hills golfklúbbinn í Wisconsin.

Honum gekk virkilega vel í Wisconsin State Amateur mótinu, sem er eitt sterkasta áhugamannamót í ríkinu, en hann hafnaði jafn öðrum í 13. sæti af þeim 72 sem komust í gegnum niðurskurð

Heildarskor Tuma keppnisdagana 4 var 7 yfir pari, 287 högg (68 75 70 74).

Glæsilegt gengi hjá Tuma en verst að sjá ekki Tuma spila á heimavellinum að Jaðri á Íslandsmótinu, sem nú stendur yfir!!!

Til þess að sjá lokastöðuna í 115. Wisconsin State Amateur mótinu SMELLIÐ HÉR: