Phil Mickelson tjáir sig um uppsetningu valla á risamótum
Eins og alltaf þá mun veðrið – bæði gott og slæmt – spila stórt hlutverk við ákvörðun á sigurvegara Claret Jug, (sigurbikar Opna breska).
Þetta er í 145. skipti sem Opna breska risamótið verður haldið.Phil Mickelson er einn af þeim hefir tjáð sig um Opna breska, en hann sigraði í því risamóti 2013: „Ég heyri þau rök að það sé sama hvernig völlurinn er settur upp þá verði hann sá sami fyrir alla.“
„Stundum er það ekki tilfellið. Skilyrðin eru e.t.v. slæm um morgunin fyrir leikmennina þá en ekki fyrir þá sem spila um eftirmiðdaginn. Það er bara heppni.“
Hvernig völlurinn er, er mikið skeggrætt fyrir hvert risamót sérstaklega Opna breska og bandaríska. T.a.m. var leikur stöðvaður í fyrra á St. Andrews á Opna breska þegar aðstæður þóttu „of vindasamar.“
„Það er alltaf fín lína milli þess að segja hver er besti kylfingurinn eða bara gera lítið úr þeim,“ sagði Mickelson. „Og hvert skipti sem farið er of nálægt línunni þá er erfitt að fara ekki yfir hana. R&A finnst gaman að áhugaverðum pinnastaðsetningum. USGA (bandaríska golfsambandið) leggur meiri áherslu á spil frá teig að flöt. Þeir leggja mikið upp úr þröngum brautum, löngu röffi og mjög hröðum flötum. Þeir trixa þetta þannig til að parið verður gott skor. En staðreyndin er sú að leikmenn í dag eru mun betri en þeir voru fyrir 100 árum, þannig að par er ekki gott skor. Þannig að maður þarf að fara yfir strikið til að gera par að góðu skori. Og það strik er alltaf á gráu svæði.“
„Við erum þar sem við erum varðandi golfútbúnaðinn,“ sagði Mickelson ennfremur. „Ég er ekkert óánægður með hvað hefir verið gert varðandi boltann og kylfurnar. Mistökin mín eru ekki eins stórvægileg og áður þannig að ég er ekkert að æsa mig yfir þessu (útbúnaðnum).“
Reyndar snerist, nú síðast í síðasta mánuði, Opna bandaríska í farsa þegar verðandi meistari, Dustin Johnson, spilaði síðustu 6 holur mótsins á Oakmont ekki vitandi í hvaða stöðu hann væri í gagnvart samkeppninni. Johnson spilaði ekki vitandi um ákafar umræður um það hvort hann ætti að fá víti eftir að bolti hans hreyfðist á 5. flöt.
„Ég veit ekki hvað ég myndi hafa gert í stöðu Dustins á 12. teig,“ hélt Mickelson áfram. „Ég held að hann hafi talið að hann myndi ekki fá víti vegna þess að hann gerði ekkert til þess að koma boltann á hreyfingu. Staðreyndin að hann hafi fengið víti er önnur saga. Ég held að hann hafi „vitað“ í huga sér, vegna þess að hann gerði ekkert til að hreyfa (boltgann) að það yrði ekkert víti. Og það er þess vegna sem hann hélt leik áfram.„
„Ég er ekki viss um hver hinn valkosturinn hefði verið. Maður verður að halda áfram með hring. Ég er viss um að sumir leikmenn myndu krefjast að vita hvort þeir hefðu fengið víti eða ekki. Ég er ekki viss um hvort ég myndi gera það. En ég skyldi rökin.“
Hvað varðar það að uppsetning valla á risamótum er alltaf að verða öfgakenndari og agalegri vegna m.a. aukinna lengda sem toppkylfingarnir eru að slá í drævum sínum þá er Mickelson ekki sannfærður að það sé nokkuð sem hægt sé eða jafnvel þarfnist að gert verið.
„Dustin er öfgafullt tilvik,” sagði fyrsti örvhenti kylfingur golfíþróttarinnar (Mickelson) loks í viðtalinu. „Á hverjum hring græðir hann 2 1/2 högg á samkeppnina með drævernum sínum. Hann drævar lengra og beinna en nokkur annar. Maður getur ekki sett upp völl bara til þess að klekkja á honum. Auk þess ná aðrir kylfingar höggum af honum á og í kringum flatirnar. Jason Zuback er að byrja að spila svolítið á túrnum. Strákurinn slær 380-400 yarda (347-366 metra) af teig. Þýðir það að við verðum að vera með 650 yarda (694 metra) par-4 holur?“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
