Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2016 | 08:00

Hall fyrsta konan til að sigra PGA Welsh National

Muirfield og Royal Troon, þar sem 145. Opna breska fer fram í ár eru að fara að láta kjósa um hvort leyfa eigi konum að gerast félagar í klúbbnum.

Nokkur vansi þykir af því að þetta stórmót golfsins, sem bæði konur og karlar fylgjast svo gjarnan með sé haldið í klúbbi þar sem konur mega ekki gerast félagar.

Nú á að bæta úr því.

Á meðan er dóttir rugby hetju frá Wales, Lydia Hall, sem er í Hensol Golf Akademíunni að sigra PGA Welsh National á Tenby.

Hún er fyrsti kvenkylfingurinn sem sigrar í þessu virta móti og er dóttir rugby þ.e. ruðningsboltahetjunnar velsku Wayne Hall.

Tenby er talin vagga golfíþróttarinnar í Wales og getur nú státað af öðru þ.e. að vera staðurinn þar sem fyrsta konan í golfsögu Wales sigraði á  Wales National PGA Championship.

Á mótinu geta bæði konur og karlar tekið þátt en þetta er í fyrsta sinn sem kvenkylfingur vann mótið.

Lydia vann með 1 höggi og var 2. hringurinn sérlega glæsilegur – en hún lék 2. hring á 3 undir pari, 67 högg.