Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2015 | 18:30

Rory svarar fyrir sig

Rory McIlroy hefur svarað fyrir sig eftir að hafa verið „ásakaður“ um að hafa fengið stjörnumeðferð á lokamóti Evróputmótaraðarinnar, the DP World Tour Championship, með því að segja að hann myndi með ánægju gefa frá sér hvaða vinninga sem hann ynni sér inn í Dubaí.

Rory lenti í orðaskaki við Danny Willet um hæfnina til þess að vinna 2.1 milljón punda bónuspottinn.

Rory fékk sérstaka undanþágu frá nýja framkvæmdastjóra Evrópumótaraðarinnar Keith Pelly að fá að vera áfram á peningalistanum með því að spila aðeins í 12 mótum – meðan að aðrir þurfa að spila í 13 – á grundvelli þess að hann missti af 7 vikum vegna veikinda.

Willett hefir spilað í 22 mótum meðan Rory hefir aðeins spilað í 11.

Rory stefnir á að lyfta Harry Vardon Trophy í 3. skiptið á 4 árum sagðist ekki vera í þessu fyrir peningana.

Ég er ekki í þessu fyrir bónuspottinn þetta er snýst bara um að fá að vera þarna og keppa og reyna að sigra Race to Dubai aftur. Ég myndi gjarnan taka bikarinn en þeir geta haldið peningunum og gert hvað sem þeir vilja með þá. Þetta snýst meira um að sigra  Race to Dubai.“