Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2015 | 10:15

12 íslensk ungmenni hefja leik í Svíþjóð í dag

Tólf íslenskir kylfingar keppa á Skandia Junior Open mótinu sem hefst í dag, föstudag, en mótinu lýkur á sunnudag. Keppendur eru alls 144 talsins í stúlkna- og piltaflokki, þar af 64 utan Svíþjóðar. Mótið er hluti af sænsku Skandia 21 árs og yngri mótaröðinni.

Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að SMELLA HÉR: 

Þetta mót er góð framlenging keppnistímabilsins fyrir okkar kylfinga. Hér eru margir sterkir kylfingar og umgjörðin er mjög góð, þetta er greinilega stórt mót á sænsku mótaröðinni og færist mótið árlega milli valla. Í ár er leikið á Ystad golfvellinum, sem er ekkert sérlega langur en leyfir ekki mörg teighögg með dræver. Flatirnar eru litlar og harðar þannig að kylfingarnir verða prófaðir í öllum þáttum leiksins,“ sagði Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari sem er með í för.

Kylfingum í afrekshópi GSÍ með nægilega lága forgjöf gafst kostur á að skrá sig í mótið og fá styrk frá GSÍ til þátttöku.

Eftirfarandi kylfingar frá Íslandi taka þátt:
Eva Karen Björnsdóttir GR
Saga Traustadóttir GR
Særós Óskarsdottir GKG
Helga Einarsdóttir NK
Egill Ragnar Gunnarsson GKG
Henning Darri Þórðarson GK
Kristján Benedikt Sveinsson GA
Arnór Guðmundsson GHD
Ingvar Andri Magnússon GR
Tumi Kuld GA
Patrekur Nordquist Ragnarsson GR
Aron Bjarki Bergsson Göteborgs golf klub