Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2015 | 11:30

Hrafn á Masters

Meira af Hrafni Guðlaugssyni, klúbbmeistara GSE 2012 og 2014 og Faulkner.

Á morgun byrja svæðismótin SSAC í Montgomery, Alabama hjá honum,  en í gær var Hrafn að slappa af.

Hann er einn Íslendinga, sem staddur er á the Masters risamótinu en ólíkt öðrum var tekin mynd af honum og Jordan Spieth!

Fyrir andliti sér heldur Hrafn á einhvers konar skrá og segir í texta með myndinni: „Ég er augljóslega bara að lesa!“ … sem er eins gott því það er stranglega bannað að taka myndir!

Þetta er svo sannarlega Golfmynd vikunnar hér á Golf 1!!!

Vel gert Hrafn!