Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2011 | 10:30

Hugleiðingar golffréttamanna um hina nýbökuðu móður: Lorenu Ochoa nr. 7

Hún lærði af  lexíunum á golfvellinum

eftir Ron Sirak

Eitt af því eftirtektarverða við Ochoa snemma á ferli hennar var hversu oft svo virtist sem hún léti mistök engin áhrif hafa á sig. Hún bjó yfir þeim hæfileika að láta vonbrigðin ljá sér vængi í stað þess að láta þau grafa sig. Á móti í Phoenix árið 2005 var Ochoa með 4 högga forystu yfir Anniku Sörenstam þegar óspilaðar voru 3 holur en fékk skramba á 16. holu og skolla á 17. og þegar Annika fékk fugl á 18. braut varð Lorena að fara í umspil. Ochoa fór á 18. teig á Superstition Mountain og eftir 1. högg hennar lenti boltinn í vatnshindrun. Úti var ævintýri.

Fjórum mánuðum síðar á U.S Women’s Open í Cherry Hills, var Ochoa á frábæru skori síðasta hringinn, kom inn löngu á undan öðrum á skori, sem var nokkuð sem var fékk hinum höfuðverk á óheyrilega erfiðum golfvellinum. Þegar hún stóð á 18. teig sló hún eitthvað það versta högg sem ég hef nokkru sinni séð hana slá en það fór svo langt til vinstri að það missti land um 50 metra. Hún lauk spili á holunni á fjórföldum skolla 8 höggum og varð 4 höggum á eftir sigurvegaranum Birdie Kim.

Þetta eru vonbrigði og svo nálægt hvert öðru að fyrir marga kylfinga – kannski flesta – hefði tekið óralangan tíma að jafna sig af sársaukanum. En Lorena lærði alltaf af lexíunum sínum á golfvellinum og var alltaf hress. Hún var kannski bara með 1 sigur árið 2005, en vann síðan 6 sinnum 2006 og 8 sinnum 2008. Þetta voru árin sem golf var henni skemmtun. Kannski koma þau ár aftur.