Nýju stúlkurnar á LET 2015: Lucie André (2/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.
Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku.
Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34.
Byrjað verður að kynna þær 9 stúlkur sem urðu í 26.-34. sætinu; allar á samtals 1 yfir pari, en það var skorið, sem þurfti til að komast inn á Evrópumótaröð kvenna í ár.
Fyrst af þessum 9 stúlkum var Laura Murray frá Skotlandi kynnt en nú er komin röðin að franska kylfingnum Lucie André en hún var samtals á skorinu 1 yfir pari, 361 höggi (73 68 74 67 79).
Lucie André er fædd 17. janúar 1988 og er því 26 ára. Fæðingarstaður Lucie André er Bourg-en-Bresse í Frakklandi.
Lucie byrjaði að spila golf 11 ára með foreldrum sínum. Hún er í Mionnay golfklúbbnum í Bourg en Bresse, í Frakklandi. Þjálfari hennar er Karine Mathiot.
Meðal hápunkta áhugamannaferils Lucie er að hún var efst á heimslista áhugamanna 2009 þ.e. af kvenkylfingum og hún sigraði á Spanish International það ár (2009). Lucie var efst af áhugamönnum á LET Access Series árið 2010; Hún varð í 16. sæti á Open de France Feminin, 2010 og sama ár (2010) vann hún German International.
Lucie gerðist atvinnumaður í golfi 1. janúar 2011. Frá þeim tíma hefir hún spilað á Evrópumótaröð kvenna, LET. Nýliðaárið hennar var besti árangur Lucie 4. sætið á Lacoste Ladies Open de France í Paris International Golf Club. Hún varð í 67. sæti á peninglistanum það ár með verðlaunafé upp á €33,264.75 úr 14 mótum.
Árið 2012 spilaði Lucie í 19 mótum og var besti árangurinn T14 í Allianz Ladies Slovak Open. Lægsta skor Lucie er 65. Keppnistímabilið 2013 gekk ekki að óskum og því varð Lucie að fara í Lalla Aicha Tour School í Marokkó þar sem hún tryggði sér áframhaldandi veru á LET 2014.
Árið 2014 gekk enn ekki að óskum og verðlaunafé í þeim mótum sem hún tók þátt í samtals undir € 10.000,- Sjá með því að SMELLA HÉR:
Enn varð Lucie því að fara í Lalla Aicha Tour School og var eins og segir meðal 9 síðustu til þess að ná inn á LET 2015.
Meðal áhugamála Lucie er að spila tennis, hlusta á tónlist og verja tíma með vinum og fjölskyldu og horfa á kvikmyndir.
Komast má á Twitter síðu Lucie með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
