Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2011 | 07:00

Henrý Þór Gränz endurkjörinn formaður LEK á aðalfundi

Aðalfundur LEK (Landsambands Eldri Kylfinga) var haldinn í 11. desember s.l.  í golfskála GR í Grafarholti. Á heimasíðu LEK sagði eftirfarandi frá fundinum: „Fundarstjóri var Guðmundur Friðrik Sigurðsson og var dagskrá eins og lög LEK segja til um og hófst með þvi að Henrý Þór Gränz formaður flutti ársskýrslu og Helgi Hólm las upp endurskoðaðan ársreikning félagsins. Samkvæmt rekstraryfirliti varð um 1670 þúsund króna afgangur á rekstri ársins.  Skýrsla formanns og ársreikningurinn voru samþykkt að loknum umræðum. Ein lagabreyting var samþykkt og fólst hún í því að hér eftir er ekki skylt að halda aðalfund í Reykjavík. Að lokum flutti formaður erindi um starfið framundan sem og drög að fjárhagsáætlun. Samþykkt var að styrktarfélagsgjald verði óbreytt frá fyrra ári eða kr. 1.500.

Kosning til stjórnar fór sem hér segir:

Formaður: Henrý Þór Granz

Meðstjórnendur til tveggja ára: Sveinn Sveinsson og Gunnar Árnason.

Á aðalfundir 2010 voru Margret Geirsdóttir og Helgi Hólm kosin til tveggja ára.

Í varastjórn: Stefanía Margrét Jónsdóttir og Magnús Hjörleifsson.“

Sjá má myndir frá aðalfundinum með því að smella HÉR – AÐALFUNDUR LEK 2011

Heimild: Heimasíða LEK – www.lek.is