Hér einu sinni vildu allir í Ryder Cup liði Evrópu spila á móti Tiger …. því það væri góður dagur ef sigur næðist en allir byggjust hvort eð er við því að hann ynni og þá væri tap ekkert slæmt – Monty telur Rory vera í sömu stöðu nú
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2014 | 14:28

Markar síðasti skandall Tiger nýja lægð fyrir golfiðnaðinn?

Brian Shactman skrifar langa grein í „The Street“ sem ber fyrirsögnina: „Does Tiger Woods’ Latest Disgrace Mark a New Low for the Golf Business?“, sem myndi útleggjast eitthvað á þá leið: „Markar síðasti skandall Tiger nýja lægð fyrir golfiðnaðinn?“

Hér fer greinin í lauslegri íslenskri þýðingu:

Tiger Woods var aftur í fréttunum í þessari viku og á yfirborðinu virðist sem það hafi ekkert að gera með golf – eða að um ekta sögu sé að ræða, sé því að skipta.

Golf Digest birti skáldað blaðaviðtal þar sem höfundurinn lét frá sér fara sínar eigin hugsanir og lét í veðri vaka að þær væru svör Tiger Woods. Dan Jenkins (blaðamaðurinn sem tók sér skáldaleyfið) talaði aldrei við Tiger; hann einfaldlega fjallaði háðslega um ýmis viðkvæm efni; allt frá misheppnuðum hjúskap Tiger við Elinu Nordegren og að þjórfés venjum hans (Tigers).

Þetta var ansi andstyggilegt.

 Af hverju kemur þetta fjárfestum við? Nú, þetta gæti markað nýja lægð fyrir golfiðnaðinn.  Eða þetta sýnir hversu illa er komið fyrir golfiðnaðinum og hversu langt þarf að seilast til þess að ná sér á kjöl aftur.

Tiger Woods er í raun eina golfnafn þesarar kynslóðar sem er þekkt á næstum hverju heimili – því miður Phil Mickelson. Og hann (Tiger) hefir fallið svo langt niður hvað virðingu fyrir sér snertir að hæðst er að honum í tímaritum af virðulegum fréttariturum.

Og því miður er það ekki botninn.

Það er aðeins við hæfi að í næstu viku er 5 ára afmæli næturinnar þar sem Tiger var rekinn af heimili sínu og hið fullkomna líf hans, út á við,  sundraðist. Fréttir streymdu um röð af framhjáhaldsmálum Tiger og fyrrum eiginkona hans var auðvitað ekki hamingjusöm með það.

Blóminn var farinn af sunnudags rósrauðum Nike (NKE) golfbol Tiger.

Ímynd Tiger Woods var eyðilögð um alla tíð og kannski leikur hans líka – og e.t.v. alls golfs líka.  (Tiger hefir ekki sigrað í risamóti frá þessari örlagaríku Flórída nótt).

Og golfbisnessinn var í frjálsu falli. Og nýliðum í golfi fækkaði – það var ekki lengur vöxtur í íþróttinni.

Skv. Bloomberg hafa Bandaríkjamenn spilað fæsta golfhringi frá árinu 1995 eða í 20 ár!!! – kannski írónískt en það er árið áður en Tiger gerðist atvinnumaður.  Golfvöllum er lokað hraðar en nýir opna og hlutfallið þar er 10/1.  (þ.e. 10 er lokað á móti hverjum 1 sem opnar!!!).  Og þrátt fyrir upprisuna eftir hrunið mikla, virðist hlutfallslega litlu verið varið í golfleikinn.

Fyrir Tiger snýst þetta e.t.v. alveg jafnmikið um meiðsl og karma en eitt er öruggt: án gamla Tiger Woods – sigrum hans og orðspori – þá er golf íþrótt sem ekki getur vaxtið.

Þetta virðist vera meiri trúarbrögð en að þetta komi bylgjum. Þetta þýðir að fyrirtæki sem eru í golfi eru áhættusamar fjárfestingar – sumir mundu jafnvel segja eitraðar.

Byrjum á Nike.

Á bakvið upprunalegt ris Tiger til mikilfengleika byggði fyrirtækið upp golfbissness sem gaf af sér  $800 millijónir á ári. Vörumerkið er nú þekkt og virt í golfi og missir Tiger hefir verið mýktur með því að fá nýju golfstjörnuna Rory McIlroy innanborðs.

Þessi geiri vex ekkert á við það sem áður var hjá Nike, en Rory og annar bissness þeirra er nægur til þess að bæta fyrir þetta.

Það gildir ekki um önnur fyrirtæki. Callaway Golf (ELY) er ekki með neina samninga við Tiger Woods, né styrkir hann, en ef ykkur langar til þess að sjá hvernig Tiger-laust golfár lítur út, þá ættuð þið að rannsaka Callaway.  Ef skoðaðar eru 52 vikur þá hefir hvað verðbréf snertir S&P 500 (SPY) farið upp um 15%, en Callaway hefir tapað 10%.

Á þessu árir? Breiðarin index-inn hefir vaxið um meira en 10%, meðan ELY hefir tapað 5%.

Þarna sjáið þið.

Svo er það Dick’s Sporting Goods (DKS) . Verðbréfin hafa farið niður um 15% og talið er að það sé golfvörunum aðallega að kenna.. Og verzlanir Dick’s  t.a.m. hinar sjálfstæðu Golf Galaxy búðir sáu söluna í golfvörum fara niður um nálægt  9%, og á þessum síðasta ársfjóðrungi er það ekki í fyrsta sinn sem það hefir gerst.

Jafnvel þó fyrirtækið segi að golfbissnessinn skili hagnaði, þá er miklu minni þolinmæði í flaggskips Dick verzlununum. Fyrirtækið er að taka pláss sem áður var notað undir golf og notar nú undir íþróttaklæðnað barna og kvenna.

Ef þið viljið fá asnalegt mál þá er það Under Armour. Klæðnaður þess — bæði stíllinn og sniðið– höfðar meira til ungra neytenda og þ.a.l. styrkir fyrirtækið einhver yngsta og besta kylfing Bandaríkjanna, Jordan Spieth.

Kannski Rory sé á toppnum núna …. en maður lifandi það er bara eitthvað við golfsúperstjörnu sem er borin og barnfædd í Bandaríkjunum.

Er það ekki rétt Tiger?

Must Read: 17 New Hollywood Movies You Will Want to See Over the Holidays