Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2016 | 10:00

102 ára og notar enn dræverinn sem hann keypti 1938

Elsti golfklúbbsmeðlimur í heimi hefir verið að slá af teig frá árinu 1926 …. eða í 90 ár og hann hefir ekkert í hyggju að fara að hætta að gera svo.

Willie ­Cuthbert notar enn handgerða, trédræverinn sem hann keypti árið 1938 fyrir eina gíneu (sem er 1,05 pund) þ.e. u.þ.b. 140 krónur.

Willie, sem er 102 ára, hefir spilað í Kirkintilloch golfklúbbnum í Dunbartonshire frá 1920 og eitthvað.

Hann sagði m.a. í nýlegu viðtali: „Ég slæ enn góð högg (með drævernum). Í þá daga var þetta mjög vinsæl kylfa.“

Þó hann sé ekki með sömu lágu forgjöfina eins og í gamladaga, 2, þá spilar Willie enn nokkra golfhringi á ári, sem í sjálfu sér er mikið afrek!

Já, kylfingar eru ekki bara skemmtilegastir allra – þeir verða líka manna elstir … og hafa enn tilgang og löngunina til að leika sér!