100 kylfubera sóttu um hjá Adam Scott
Það hefir væntanlega ekki farið fram hjá neinum golfaðdáandanum að starfssambandi Adam Scott, sem er nr. 2 á heimslistanum og kylfuberans ný-sjálenska, Steve Williams, sem áður var á pokanum hjá Tiger Woods, er að ljúka.
Alls eru hvorki fleiri né færri en yfir 100 kylfuberar atvinnukylfinga sem gefið hafa sig fram og hafa sótt um starf kylfubera hjá Adam.
„Það er gott að vita af því að fólk vilji vinna hjá mér,“ sagði Scott fyrr í vikunni á blaðamannafundi fyrir WGC-HSBC Champions í Kína.
„Ef ég fengi ekki skilaboð í símann væri ég áhyggjufullur yfir hvað þeir (kylfuberarnir)væru að hugsa um mig. Líkt og við kylfingar þá eru kylfuberar mjög metnaðargjarnir. Það sem ég hef lagt niður um að ég vilji ná, fer saman við það sem nokkrir strákanna vilja gera, þeir trúa því að þeir geti aðstoðað mig og vilja gera það sama.“
Nú á Adam Scott völina og þar með líka kvölina …. en á dagskrá er að prófa nokkra af umsækendunum í næstu mótum og spennandi að sjá hvern Scott ræður.
Auðvitað er poki Adam Scott einn sá eftirsóknarverðasti að vera á. Það er ekki bara að Scott hafi unnið Masters risamótið 2013, talið er að hann sé einn af þeim kylfingum sem best sé að vinna með. Svo skaðar ekki að hann er búinn að vinna sér inn $4,1 milljón í 17 mótum á PGA Tour á síðasta keppnistímabili en kylfuberar fá venju skv. 10% og 410.000 bandaríkjadalir ekki slæm árslaun!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
