10 ráð þegar leikið er á linksara
Á morgun 8. maí 2016 hefst hið árlega Lancôme mót hjá kvenkylfingum og margar eflaust farið að hlakka til. Að venju er leikið á Strandarvelli á Hellu hjá GHR. Þó Strandarvöllur sé ekki hefðbundinn linksari þá er mikið af sandhólum og ýmislegt þar er líkt því og þegar spilað er á strandvöllum.
Þegar golf er spilað á strandvelli (ens.: links) eru aðstæður nokkuð aðrar en þegar spilað er á völlum inn í landi. T.a.m. koma vindur og sandur meira við sögu. Hér á eftir fara 10 ráð Söruh Clinton, fyrrum leikmanns á LET, sem gott er að hafa í huga þegar spilað er á linksara:
1 Spilað í vindi
Að vanda kylfuval er enn meiri nauðsyn þegar spilað er í vindi á linksara. Hugsið um feril boltans. Ef ykkur finnst ekki þægilegt að slá lágt punch högg þá verður a.m.k. að velja kylfuna af kostgæfni. T.a.m. ef maður er með vindinn í bakið er betra að velja 3-tré en driver af teig til þess að notafæra sér hærra boltaflugið. Boltinn mun fara lengra en þegar tekinn er driver og auðveldara er að framkvæma höggið.
Ef spilað er á móti vindi notið þá 3 eða 4-járn í stað 7-trés þar sem boltaflugið er lægra og vindurinn hefir minni áhrif á feril boltans.
2 Að slá af braut
Aldrei reyna að lyfta boltanum upp úr sléttri legu t.a.m. á braut því það endar bara með ósköpum. Setjið boltann aðeins aftar í upphafsstöðunni til þess að tryggja að snerting kylfunnar verði smooth. Af sléttum flötum þá er þetta spurning um yfirburði “andans yfir efni” og ef hugsunin er sú að höggið verði misheppnað þá verður það, það eflaust.
3 Spilað úr sandi
Það síðasta sem þú vilt gera hér er að slá fast í boltann því hann fer einfaldlega ekki þá vegalengd sem þú vilt. Setjið boltann aðeins aftar í stöðunni og tryggið að slegið sé í boltann síðan sand en ekki sand og síðan bolta.
4 Djúpar sandglompur (ens.: pot bunkers)
Metið aðstæður. Stundum er betra að fara úr sandglompunni til hliðar eða aftur í staðinn fyrir að reyna að slá beint á pinna. Aðalatriðið er að slá boltann upp úr sandglompunni. Mikilvægt er að slá í gegn, taka fulla sveiflu, þannig aukast líkurnar á að boltinn fari úr glompunni í fyrstu tilraun.
5 Chip og rennsli (ens.: chip and run)
Chippið og látið boltann renna hvenær sem það er mögulegt af því auðveldara er að stjóra skoppi ef boltinn er nær jörðinni. Þegar chippað er úr sandi reynið að halda fastar með vinstri hendinni þegar högg er tekið þannig að hittur sé “þunnur” bolti sem tryggir öruggt chip (þetta verður þó að æfa!)
6 Að ná boltanum úr háu grasi
Jafnvel þótt þið sjáið boltann og legan virðist ekki vera slæm þá flækist grasið stundum fyrir skafti og/eða kylfuhausnum í niðursveiflunni og þegar slegið er í gegn, sem gerir það að verkum að erfitt er að slá boltann langt. Setjið boltann aftar í stöðuna en þið eruð vön opnið kylfuandlitið við snertingu og kylfan mun snúast í grasinu þegar hún hittir boltann. Þetta kemur í veg fyrir að höggið sé kæft. Reynið aldrei við meira en þið ráðið við. Veljið fremur smærri kylfu og reynið að slá aftur á brautina og forðist sandglompur sem þar kunna að leynast.
7 Slegið úr halla
Reglan þegar slegið er úr halla er að setja þungan á lægri fótinn og hafa boltann nær fætinum sem er hærri í stöðunni. Þegar boltinn er í halla og slá á upp í móti notið meiri kylfu þ.e. 6 járn í stað 7 járns. Þetta er vegna þess að horn hallans mun auka loftið og boltinn mun fljúga hærra og ekki fara eins langt. Þegar slegið er úr halla niður á við þá snýst þetta við. Það er erfiðara að ráða við bolta sem slá þarf niður í móti úr halla. Reynið að slá eftir línu hallans. Mjög algeng villa er að snúa sér gegn hallanum til þess að halda jafnvægi þegar maður ætti að reyna að vinna með hallanum (þ.e. vera í sömu átt og hallinn) til þess að kylfan nái sem besta “kontakti” við boltann.
8 Golfvallarstjórn
Notið vallarvísinn og takið frá smástund til þess að ráða í t.d. hvernig forðast eigi glompur og hvernig best sé að slá að pinna. Gefið pinnastaðsetningunni gaum, þar sem margir linksarar eru með stórar flatir og það getur skipt máli upp á kylfuval.
9 Hliðarvindur
Eftir að boltinn er tíaður upp, fókusið á skotmarkið þar sem þið viljið að boltinn lendi. Sé vindur frá hægri til vinstri og skotmarkið í beinni línu reynið að slá boltann aðeins meira til hægri til þess að láta hliðarvindinn vinna með ykkur. Hliðarvindurinn sér um að fleyta boltanum að lokamarkinu – pinnanum.
10 Að pútta í vindi
Munið að í lengri púttum hefir vindurinn áhrif á stefnu og hraða boltans. Standið aðeins gleiðari en venjulega og tryggið að þið haldið jafnvægi í vindinum. Í styttri púttunum reynið að slá ákveðið þar sem vindurinn hefir áhrif jafnvel á styttri púttin.
Heimild: Sara Clinton, fyrrum leikmaður LET gaf framangreind linksráð
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
