Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2014 | 13:00

10 dramatískustu augnablikin í Rydernum í gegnum tíðina

Hér fer ein samantektin á því sem að áliti eins golfskríbentsins eru 10 dramatískustu augnablikin í  Ryder Cup golfsögunni s.l. 50 ár (í réttri tímaröð):

1. 1967: Eftir að hafa hlustað þolinmóður meðan fyrirliði  Breta&Íra Dai Rees kynnti lið sitt með skrúðorðaflaumi, bað fyrirliði liðs Bandaríkjanna Ben Hogan  lið sitt einfaldlega að standa upp, nefndi nöfn þeirra en bætti síðan við: „Herrar mínir og frúr, þetta er bandaríska Ryder Cup liðið … bestu kylfingar í heiminum. „Stuðningsmenn heimaliðsins (Bandaríkjamanna) beinlínis fóru úr límingunum af stolti og fagnaðarlætin voru á við sprengingu í Champions-golfklúbbnum í Houston. Leikurinn vannst þarna á opnunarhátíðinni. Bandaríska liðið vann allar sex umferðirnar (annað form var notað þá) og lið Bandaríkjanna sigraði 23½-8½.

2. 1969: Þetta var ein jafnasta Ryder Cup viðureignin í golfsögunni. Liðin voru hnífjöfn allt til síðustu holu.  Tony Jacklin, sem hafði unnið Opna breska 1969 og var fyrsti Bretinn í 18 ár til þess að lyfta Claret Jug, átti í fullu fangi við Jack Nicklaus. Nicklaus, sem var að spila í sínu fyrsta Ryder Cup móti,  setti niður 4 feta pútt og nú valt allt mótið/öll keppnin á lokapútti Jacklin, sem var örstutt par-pútt. Nicklaus gaf púttið og það að hann gaf púttið (á ensku nefnt Concession, þ.e. að gefa eftir) leiddi til fyrstu jöfnu niðurstöðunnar í Ryder bikarskeppninni.  The Concession er eitt frægasta augnablik í golfsögunni og er ævarandi fyrirmynd um drenglyndi og íþróttamannslega framkomu í íþrótt okkar, golfinu.

Jack Nicklaus og Tony Jacklin

Jack Nicklaus og Tony Jacklin

3. 1979: Bandaríska liðið réði lögum of lofum fyrstu 50 árin í sögu Ryder Cup (var með 18 sigra, 3 töp og 1 jafna niðurstöðu). Nicklaus var meðal þeirra sem mælti með því að lið  Breta og Íra skyldi leyfa þátttöku allra annarra landa í Evrópu til þess að meiri samkeppni yrði milli liðanna.  Fyrsti leikurinn í Ryder Cup þar sem álfurnar mættust þ.e. Bandaríkin og Evrópa var 1979. Lið Bandaríkjanna vann eftir sem áður auðveldlega á The Greenbrier það ár (18½-9½), en þetta var í fyrsta sinn sem  Seve Ballesteros frá Spáni tók þátt í Rydernum og það markaði tímamót í sögu Rydersins!

4. 1983: Batnandi lið Evrópu, sem að lokum kom 4 liðsfélögum sínum frá 4 ólíkum löndum í frægðarhöll kylfinga var orðin gríðarleg hætta og hótunin lá í loftinu um að liðið myndi þetta ár í fyrsta sinn í sögu Rydersins sigra lið Bandaríkjanna.  Til að halda niðri Evrópubúunum, varð Lanny Wadkins að beita töfrum til þess að ná a.m.k. hálfu stigi í leik sínum gegn  Jose Maria Canizares.  Wadkins var enn 1 niður þegar hann lék  lokaholu PGA National. Wadkins landaði 70-yarda aðhöggi á par-5 18. holunni og það var farið að dimma.  Með eldingar-skrölti í fjarska, setti Wadkins bolta sinn niður og jafnaði leikinn. Nánast samtímis vann Tom Watson , Bernhard Gallacher á 17. holu. Fyrirliði Bandaríkjamanna Jack Nicklaus kyssti boltafar Wadkins og Bandaríkin unnu enn naumlega, 14½ – 13½.

Lanny Wadkins 1983

Lanny Wadkins 1983

5. 1987: Eftir að lið Evrópu náði  loks að sigra 1985, kom það til Muirfield Village með mikið sjálfsöryggi og var visst um að það yrði fyrsta liðið til að sigra lið Bandaríkjanna á heimavelli. Á föstudeginum seinni partinn var evrópska liðið komið með stórt forskot eftir fjórboltaleiki dagsins.  En bandaríska liðið  réðist til atlögu í tvímenningsleikjum sunnudagsins. Örlög Bandaríkjanna voru ráðinn þegar Ben Crenshaw – sem braut pútter sinn í ergelsi og púttaði afgang hringsins með annaðhvort 1-járni eða sand wedge-inum sínum – tapaði leik sínum fyrir Íranum Eamonn Darcy á lokaholunni.  Spánverjinn Jose Maria Olazabal dansaði sigurdans á 18. flöt, sem gerði Ryderinn loks að „alvörukeppni“.  Jacklin, maðurinn sem Nicklaus hafði gefið púttið, 18 árum áður, var fyrirliði evrópska liðsins, sem sigraði á „heimavelli“ Nicklaus í Ohio!

6. 1989: Svo jafnt var nú orðið með liðunum í Ryder bikars keppninni að sérhver leikur virtist skipta máli. Spænska „herdeildin“ Ballesteros og Olazabal unnu 3 leiki og töpuðu aðeins einum og það m.a. varð til þess að lið Evrópu var með 2 stiga forystu fyrir tvímenningsleiki sunnudagsins. Síðan bara gerðist það sem allir voru orðnir vanir Bandaríkjamenn söxuðu á í tvímenningsleikjunum þar til kom að leik Fred Couples gegn hinum 41 árs Christy O’Connor, Jr .  O´Connor var val fyrirliða Evrópu og var ekkert með sérstakan Ryder Cup feril 0-3, en í þessum leik sló O´Connor högg ævi sinnar og það með 2-jární., sem stoppaði aðeins nokkra sentimetra frá holu á The Belfry. Þetta högg O´Connor tryggði liði Evrópu sigur gegn liði Bandaríkjanna 14-14 og í þá daga var það STÓR SIGUR!!!

7. 1991: Baráttan í The Ryder Cup hefir sjaldan verið meiri, en þegar liðin mættust á  Ocean golfvellinum á Kiawah Island, í Suður-Karólínu í því sem nefnd var „the War by the Shore“. Nöfnin í báðum liðum voru stór og leikirnir voru ákafir, sviptingasamir og jafnir.  Öll keppnin eins og svo oft áður suðupunkti sínum þegar allt valt á pútti í lokatvímenningsleiknum milli Bernhard Langer og Hale Irwin, en báðir áttu eftir að verða félagar í frægarhöll kylfinga.  Við Langer blasti 6 feta pútt fyrir pari. Ef hann setti niður ynni hann holuna og Evrópa fengi að halda Ryder bikarnum.  Ef hann setti það ekki niður myndi lið Bandaríkjanna sigra.  Allt valt á þessu eina pútti – allt mótið öll keppnin – Menn stóðu á öndinni og Langer missti!!! Niðurstaðan var 14½ – 13½ Bandaríkjunum í vil og sársaukinn á andliti Langer þegar hann lyfti því til himins hefir síðan orðið einskonar Ryder bikars ímynd síðan/nánast helgimynd!

Hinn fullkomni Bernard Langer missti lokapúttið og lið Evrópu tapaði! Hann var með hina fullkomnu sársaukagrettu sem hefir allt að því orðið að klassískri Ryder Cup mynd síðan!

Hinn fullkomni Bernard Langer missti lokapúttið og lið Evrópu tapaði! Hann var með hina fullkomnu sársaukagrettu sem hefir allt að því orðið að klassískri Ryder Cup mynd síðan!

8. 1999: Lið Evrópu sigraði í mjög jöfnum keppnum í Rydernum 1995 og ’97 og það leit ekki vel út fyrir Bandaríkjamenn heldur 1999 í   The Country Club in Brookline, Massachusetts, á laugardeginum þegar lið Evrópu var komið í 10-6.  Bandaríski liðsstjórinn Ben Crenshaw virtist samt í einhverri alsherjarafneitun þegar hann veifaði neitandi fingri í átt að fjölmiðlamönnum og sagði: „Ég er með góða tilfinningu fyrir þessu!!!“ Þetta hugrekki Crenshaw og strategía hans, þessi ofurtrú á leikmönnum sínum átti eftir að borga sig. Tvímenningurinn var eftir….. og Bandaríkin unnu fyrstu 7 leikina. Þeir þurftu enn á 1/2 stigi að halda frá Justin Leonard í leik hans gegn Jose Maria Olazabal til þess að tryggja sér bikarinn. Leonard vann 5 af síðustu 7 holunum. Fuglapútt hans á 17. holu innsiglaði sigur bandaríska liðsins og gleðin mikil enda hafði Ryder bikarinn ekki verið á bandarískri grundu í 4 ár!  Gleði Leonard og fagnaðarlæti liðsfélaga hans hafa lengi verið í minnum höfð í bandarískri Ryder bikars sögu.

9. 2006: Likt og sigurdans Olazabal’s í  Muirfield hrærði upp í ástríðu Bandaríkjanna að standa sig í næstu Ryder bikars kepppnum, þá leiddi sigur Leonard og bandaríska liðsins í Brookline til þriggja sigra Evrópu í næstu kepppnum þ.á.m. með 9 stigum 2004 og 2006.  Seinni sigurinn (2006) átti sér stað á heimavelli þ.e. í K Club á Írlandi. Þrátt fyrir íburð mótsins og stóran sigurinn; þá stal Darren Clarke senunni! Hann var ósigrandi í 3 leikjum. Gleði og tilfinningasemi Clarke gáfu Rydernum eitthvað mannlegt sem yfirgnæfði alla samkeppni milli liðanna, en hann lék þarna aðeins nokkrum mánuðum eftir að kona hans Heather dó úr krabbameini. Clarke varð að uppáhaldi beggja liða og áhangenda þeirra, þarna 2006!

10. 2012: Það er ótrúlegt hvernig Ryder Cup fær það besta út úr sumum kylfingum. Sumir leikmenn frá Evrópu hafa byggt allan feril sinn á frábærri frammistöðu sinni í Rydernum! Í Medinah, rétt utan við Chicago í Bandaríkjunum þá leit allt út fyrir sigur bandaríska liðsins þegar einn úr liði Evrópu tók hlutina í sínar hendur.  Liðsfélagar hans voru orðnir vondaufir og bugaðir og hann blés aftur sigurvon í þá eins og engum öðrum fyrr og síðar hefir tekist enda hefir mótið þar á eftir alltaf gengið undir heitinu „Kraftaverkið í Medinah!“ Bandaríska liðið var 10-5 yfir og aðeins tvímenningarnir eftir sem lið Bandaríkjanna hafði sögulega séð alltaf staðið sig vel í. Kraftaverkamaðurinn var að sjálfsögðu Ian Poulter, og mun nafn hans ávallt vera skráð í sögu Rydersins sem eins af þeim stærstu!!! Poulter fékk fugla á allar 5 af lokaholunum og sneri öllu við.  Dramaið og leiktilburðirnir í Poulter hvöttu liðsmenn hans áfram og útkoman eitt mesta „come-back“ í sögu Rydersins. Martin Kaymer, sem rétt náði að komast í liðið og hafði ekkert átt gott tímabil setti síðan niður 6 feta pútt og bætti fyrir „mistök“ landa síns Langer rúmum 20 árum áður þ.e. í Rydernum 1991! Enda var Langer einn sá fyrsti til að óska Kaymer til hamingju!!!

Ryder Cup lið Evrópu 2012 - Kraftaverkaliðið sem sigraði í Medinah!!!

Ryder Cup lið Evrópu 2012 – Kraftaverkaliðið sem sigraði í Medinah!!!

Evrópska liðið hefir nú sigrað 2 ár í röð, 2010 og 2012 og spurningin stóra: Vinnur Ryder bikars lið Evrópu í Gleneagles nú í ár 2014? Allt getur gerst í holukeppni – og jafnvel þó Evrópa líti betur út á pappírnum þá þyrstir Bandaríkjamenn í bikarinn aftur – þeir eiga harma að hefna og eru með ótrúlegar kempur innanborðs þannig að þetta er alls ekki gefið að sigurinn sé Evrópu!  Allt ræðst nú n.k. sunnudag 27. september og margir sem geta ekki beðið eftir tvímenningsleikjunum þá!