10 athyglisverðustu æðisköstin í golfi
Yfirleitt þykir atvinnumönnum í golfi miður þegar félagar þeirra missa stjórn á sér úti á golfvelli. Ró- og jafnlyndi þykir meðal höfuðkosta góðs kylfings. Góður kylfingur tekur slæmu höggunum eða slæmu gengi af jafnaðargeði og veit að það kemur alltaf dagur á eftir þann slæma!
Pádraig Harrington, er þó e.t.v. undantekningin sem sannar regluna. Hann tjáði sig um það við Irish Golf Desk að sér þættu geðluðrur og æðisköst samspilara sinna oft bara fyndin og nefndi sérstaklega tilvik sem átti sér stað í Opna breska 2007, í Carnoustie, þegar Richie Ramsay var eitthvað óánægður með tilveruna.
Harrington sagðist hafa sett niður pútt sitt á fyrstu holu en Ramsay missti púttið af svipaðri fjarlægð. Hann var svo óánægður að hann byrjaði að blóta golfpokanum, slá í hann með kylfunni sinni og sparka í hann. Þriðja manninum í ráshópnum, Bandaríkjamanninum David Toms mislíkaði þetta, fór til Ramsay og sagði eitthvað við hann. Hann var í miklu uppnámi að Ramsay skyldi vera að sparka í golfpokann.
Ramsay brást ókvæða við: „Hvað kemur þér þetta við?“ Og Toms á að sögn Harrington að hafa svarað: „Nú, þetta er golfpokinn minn!“ Ramsay hafði í hugaræsingnum tekið upp vitlausan golfpoka vegna þess að hann var sömu gerðar!!!
Hér má síðan sjá myndskeið af nokkrum (10) frægum tilvikum þegar þekktir kylfingar missa sig út á golfvelli SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
